is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Hólum > Ferðamáladeild > BA verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18749

Titill: 
  • Titill er á ensku Responsibilities of Tour Guides in Religious Tourism
  • Ábyrgð leiðsögumanns í trúartengdri ferðaþjónustu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Leiðsögumaður í trúartengdri ferðaþjónustu ber á margan hátt sömu ábyrgð og leiðsögðumaður í hverri annarri ferðaþjónustu. Ástæða þess er sú að ferðamenn í trúartengdri ferðaþjónustu upplifa oft dýpri og sterkari tilfinningar en í annars konar ferðaþjónustu, sem eykur mikilvægi virðingar og skilnings af hendi leiðsögumannsins. Þessar ályktanir eru dregnar af þeirri staðreynd að trú er afar persónulegt og viðkvæmt umfjöllunarefni.
    Þegar leiðsögumaðurinn er vel undirbúinn, efnislega vel að sér og hæfur til að gegna starfi sínu getur trúartengd ferðaþjónusta dýpkað trú ferðamannsins. Skýr dæmi um þetta má sjá í hinum svokölluðu pílagrímsferðum. Trúartengd ferðaþjónusta getur líka dýpkað skilning ferðamannsins á öðrum trúarbrögðum og þeim menningarheimum sem eru byggðir á þeim, þegar hann heimsækir helga staði sem tilheyra öðrum trúarbrögðum en hann tilheyrir og/eða þekkir. Þegar skilningur á öðrum trúarbrögðum eykst eru allar líkur á að umburðarlyndi gagnvart þeim fylgi í kjölfarið. Trúarbrögð eru ein helsta orsök stríða og annarra deilna í heiminum í dag. Hæfur leiðsögumaður í trúartengdri ferðaþjónustu getur því spilað lykilhlutverk í að stuðla að friði og jákvæðri hnattvæðingu með því að fræða ferðamenn og hjálpa þeim að skilja og bera virðingu fyrir annars konar hugmyndafræði. Á sama tíma getur óhæfur leiðsögumaður ollið miklu tjóni með því að sýna trúarbragð eða venjur innan þess í röngu ljósi.
    Auk þess að sinna upplýsingagjöf og menntunarhlutverki er mikilvægt að leiðsögumaður í trúartengdri ferðaþjónustu myndi góð tengsl við ferðamennina í hópnum, geti metið þær oft sterku tilfinningar sem ferðamennirnir upplifa í ferðinni og sýni skoðunum hvers einstaklings virðingu.
    Í þessari ritgerð verður eigindlegri aðferðafræði beitt til að freista þess að svara þeirri spurningu hvar helsta ábyrgð leiðsögumanns liggur í trúartengdri ferðaþjónustu, og hvernig hún er öðruvísi en í annars konar ferðaþjónustu.
    Lykilorð: Leiðsögumaður, Trúartengd ferðaþjónusta, Fræðsla, Umburðarlyndi og Virðing.

  • Útdráttur er á ensku

    When guiding a group of travellers, the tour guide needs to be aware of the responsibilities that accompany the job. In religious tourism these responsibilities are slightly different from other kind of tourism since it generally includes more emotions and requires more respect and understanding than others. These assumptions are drawn from the fact that religion is a very personal and sensitive subject.
    When tour guides are well prepared, knowledgeable and qualified, religious tourism can be used to deepen the traveller’s faith. This can especially be seen in the case of pilgrimages. Religious tourism can also increase traveller’s understanding of different religions and cultures based on them, when they visit a site that belongs to another religion. With increased understanding of different religions, increased tolerance is likely to follow. Today, with religion being one of the biggest causes of wars and dispute in the world, a qualified tour guide can play a vital role in peace building and globalisation by helping people to understand and respect those with different ideologies. In the same sense, an unqualified and badly prepared tour guide can cause great damage to both the local site and the travellers partaking in the tour by portraying the religion badly.
    As well as informing and teaching, the tour guide also needs to be able to connect to the travellers, evaluate their feelings, which can often be rather intense, and show respect to each individual and their opinions.
    Qualitative research will be used in this dissertation to try to answer the question where the tour guide’s responsibilities mainly lie, and how they differ between religious tourism and other kind of tourism.
    Keywords: Tour guides, Religious Tourism, Education, Tolerance and Respect.

Samþykkt: 
  • 11.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18749


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Responsibilities_of_Tour_Guides_in_Religious_Tourism_Tinna_Rós_Steinsdóttir.pdf710.07 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna