is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Hólum > Ferðamáladeild > BA verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18750

Titill: 
  • Töfrar Myrkurhimins : Staða og möguleikar í ferðaþjónustu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þeim svæðum heimsins fer fækkandi sem boðið geta upp á ómenguð myrkurgæði með tilheyrandi stjörnum, tunglsljósi og jafnvel norðurljósum. Stærstur hluti íbúa vestrænna ríkja býr við myrkur sem er truflað af rafmagnsljósum. Margir þurfa því að ferðast til að upplifa töfra næturhimsins. Næturhimins-ferðaþjónusta (e. dark sky tourism) er vaxandi ferðaþjónustugrein um allan heim. Norðurljósin eru styrkleiki greinarinnar á Íslandi og aðal aðdráttarafl ferðamanna yfir vetrartímann. Óbeinn hagnaður af þessari ferðaþjónustugrein er mikill fyrir verslanir, hótel, veitingastaði og önnur þjónustufyrirtæki. Hún er einnig mikilvæg í baráttunni við að draga úr þeirri árstíðasveiflu sem hefur verið áberandi í komu ferðamanna hingað til lands. Margir telja vannýtt tækifæri liggja í áframhaldandi þróun þessarar ferðaþjónustugreinar. Mikilvægt sé þó að vanda til verks svo útkoman verði farsæl.
    Lykilorð: Náttmyrkur, norðurljós, stjörnuskoðun, árstíðasveifla, ferðaþjónusta, ljósmengun, myrkurgæði.

Samþykkt: 
  • 11.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18750


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þórey Rósa Stefánsdóttir - Töfrar myrkurhimins.pdf1.21 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna