is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18762

Titill: 
  • Gæði lyfjaupplýsinga, samantekt og samanburður á lyfjaávísanavillum við útskrift aldraðra einstaklinga af sjúkrahúsi yfir á hjúkrunar- og dvalarheimili.
Námsstig: 
  • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Meðalaldur Íslendinga hefur aukist hratt á síðustu áratugum, samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands voru 67 ára og eldri um 10% af heildarmannfjölda á Íslandi árið 2010 og gert er ráð fyrir að árið 2015 verði sú tala komin í 15%. Með hækkandi aldri aukast líkur á fjölþættum heilsufarsvandamálum og fjöllyfjanotkun, þáttum sem hvor fyrir sig tengjast verri afdrifum. Þrátt fyrir að lyf dragi úr sjúkdómsástandi og minnki einkenni þá geta þau leitt til lyfjatengdra vandamála sem eru algeng meðal aldraðra. Við flutning frá sjúkrahúsi yfir á annað þjónustustig geta orðið misbrestir hvað varðar lyfjaupplýsingar.
    Meginmarkmið meistararannsóknarinnar var að meta gæði lyfjaupplýsinga, gera samantekt og samanburð á lyfjaávísanavillum við útskrift aldraðra einstaklinga af lyflækningasviði Landspítala (LSH) á hjúkrunar- og dvalarheimili. Hanna lyfjaskýrslu sem fylgir sjúklingum sem flytjast frá lyflækningasviði á Hrafnistu, Eir og Vífilsstöðum LSH. Með hönnun lyfjaskýrslunnar er rannsakandi að leitast við að draga úr lyfjavillum sjúklinga. Kanna gæði lyfjameðferðar hjá sjúklingum sem útskrifðuðust frá LSH á hjúkrunar- og dvalarheimili voru metin með gæðavísum
    Í rannsókninni var lyfjalisti sjúklings við útskrift, staðfestur af lækni, sendur til skömmtunarfyrirtækis. Skömmtunarfyrirtækið móttekur upplýsingarnar, skammtar lyfin og sendir þau á viðkomandi hjúkrunarheimili. Í rannsókninni var metin villuhætta og fjöldi villna í þessu ferli. 17 einstaklingar fengu lyfjaskýrslu við útskrift, skýrslan var síðan borin saman við skömmtunarkort sem gert var fyrir sjúkling eftir flutning á hjúkrunarheimili. Með samanburðinum var kannað hvort misræmi ætti sér stað í ferlinu. Í viðmiðunarhópnum voru sjúklingar sem útskrifuðust af lyflækningasviði LSH á sama tíma árið 2013.
    Niðurstöður við útskrift sýndu að meðalfjöldi lyfja voru 11,4 lyf á hvern sjúkling. 52,9% þeirra sem fengu lyfjaskýrslu við útskrift voru með eina eða fleiri lyfjavillu, en hlutfallið var 77,8% hjá viðmiðunarhópnum. Algengastu lyfjavillurnar voru úrfellingar þ.e. lyfið var á útskriftarnótu en birtist ekki á skömmtunarkorti. Gæði lyfja voru einnig könnuð, óæskileg lyf voru fundin og flokkuð samkvæmt IPET og skilmerkjum Beers. Samkvæmt skilmerkjum Beers voru 78,4% sjúklinga með eitt eða fleiri óæskilegt lyf, en samkvæmt IPET voru 43,1% sjúklinga með eitt eða fleiri óæskilegt lyf.
    Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að bæði lyfjavillur og óæskileg lyf sjúklinga eru algengt vandamál. Út frá gögnum rannsóknarinnar er ekki hægt að álykta hversu stórt hlutfall lyfjavillna er vegna ígrundaðra breytinga lækna eða vegna villna.

Samþykkt: 
  • 13.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18762


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
KarenBirna_MSritgerð_2014.pdf7.32 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna