is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18777

Titill: 
  • Hefðbundnar reykingar á Íslandi : um reykingar matvæla og reglugerðir þar að lútandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þegar hefðbundin matvæli eru skoðuð og reykingar þá sérstaklega er ljóst að mikil framþróun hefur orðið og við hafa tekið ný og breytt vinnubrögð. Fram á sviðið hafa komið stór fyrirtæki sem byggja sinn rekstur að stóru leyti á reykingum. Þessi fyrirtæki hafa komið sér upp húsnæði sem eru vel staðsett og með besta búnað sem til starfans þarf. Þekkingin á öllum þáttum sem lúta að reykingu eru til staðar. Þau hafa þróað leiðir sem tryggja þeim allt hráefni sem til framleiðslunar þarf og njóta orðið velgengni á neytendamarkaði.
    Fyrirtæki í reykingum leitast við að laga sig að kröfum markaðarins um hollustu og góða starfshætti við framleiðslu sína. Með breyttum lögum sem lúta aðallega að því að tryggja góða lýðheilsu auk hreinlætis og fagmennsku verður til síaukin krafa um að bregðast rétt við. Nú eru þekktir ýmsir skaðvaldar sem geta skemmt framleiðsluna eða haft skaðleg áhrif. Sú vitund er orðin að sjálfsögðum kröfum gagnvart fyrirtækjunum sem þau reyna að uppfylla til hins ítrasta.
    Opinberir aðilar og stofnanir hafa fengið aukin verkefni hvað varðar leiðbeiningar- og eftirlitsverkefni. Samhliða hafa komið þar til starfa vel menntað fólk sem kemur með ný vinnubrögð og áherslur. Sú vinna sem fyrir liggur í þessum efnum er að koma upp ramma sem ný landslög er hægt að byggja á, þar sem stuðst er við lög og reglugerðir ESB um matvæli og þá verður samræming milli landa að veruleika. Aðalatriðið er þó að íslenska þjóðin geti áfram stundað sínar hefðubundnu reykingar, bæði á fiski og kjöti. Þar þarf að lyfta grettistaki og lagfæra það sem lagfæra þarf hvað varðar lýðheilsu og tryggja þannig að öllum þáttum sé fullnægt samhliða því að geta haft áfram aðgang að þeirri vöru sem markaðurinn kallar á, sem og hefðir sem ná langt aftur í aldir.

Samþykkt: 
  • 16.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18777


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_RFJ.pdf1.6 MBOpinnPDFSkoða/Opna