is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18783

Titill: 
  • „Held líka bara að pillan sé farin að að svona yfirstíga smokkinn aðeins meira sko“ : rannsókn á viðhorfum og þekkingu íslenskra ungmenna á notkun smokksins sem kynsjúkdóma- og getnaðarvarnar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Rannsóknir benda til þess að tíðni smokkanotkunar meðal íslenskra ungmenna hafi verið ábótavant í gegnum tíðina. Íslenskur hluti hinnar alþjóðlegu rannsóknar Health Behaviour in School-aged Children (HBSC) gefur til kynna að íslensk ungmenni veigri sér fremur við notkun smokksins en ungmenni í öðrum Evrópulöndum. Árið 2010 voru íslensk ungmenni í næstneðsta sæti á lista yfir evrópsk ungmenni sem notuðu smokk við síðustu samfarir. Hér á landi virðist sem þeim ungmennum sem kjósa að nota smokkinn sem getnaðar- og kynsjúkdómavörn fari fækkandi á milli ára á meðan traust til getnaðarvarnarpillunnar hefur aukist, þrátt fyrir að hún veiti enga vörn gegn kynsjúkdómum. Á undanförnum árum hefur klamydíutilfellum meðal 15–19 ára ungmenna fjölgað á meðan dregið hefur úr ótímabærum þungunum unglingsstúlkna. Er það í samræmi við niðurstöður rannsókna þess efnis að íslensk ungmenni virðast frekar kjósa að nota varnir sem koma í veg fyrir getnað en ekki kynsjúkdóma. Í þessari rannsókn verður farið yfir sögu smokksins og tilkomu hans á Íslandi, ásamt því sem lögð verður áhersla á að öðlast skilning á því hvers vegna svo mörg íslensk ungmenni velja að nota ekki smokk sem vörn. Unnið var upp úr gagnasöfnum HBSC rannsóknarinnar frá árunum 2006 og 2010. Einnig voru tekin þrjú viðtöl við kynjaskipta hópa ungmenna á aldrinum 18–22 ára til að dýpka skilning á þekkingu þeirra og viðhorfum til kynsjúkdóma og notkunar á getnaðar- og kynsjúkdómavörnum. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að smokkanotkun meðal ungmenna á aldrinum 18–22 ára sé verulega ábótavant. Ótti við kynsjúkdóma virðist ekki vera til staðar, sem bendir enn fremur til skorts á þekkingu ungmenna á þeim afleiðingum sem slíkir sjúkdómar geta haft í för með sér. Það kom fram hjá báðum kynjum að þau töldu smokkinn draga úr kynlífsánægju en þó kom skýrt fram að stelpur upplifa sig undir þrýstingi frá strákum um að sleppa notkun smokksins í kynlífi.

  • Útdráttur er á ensku

    Studies indicate a lack of condom use among Icelandic youth. According to the Icelandic results of the international study on Health Behaviour in School-Aged Children (HBSC), Icelandic youth are less inclined to use condoms than their European counterparts. In 2010, Icelandic youth ranked next to last of all European youth attesting to having used a condom during their most recent sexual encounter. The rate of condom use by Icelandic youth as a form of contraception and protection against sexually transmitted diseases (STDs) has declined whereas the trust of oral contraception has increased, despite the latter not providing protection against STDs. The reported number of Chlamydia cases among 15-19 year olds has risen in recent years whilst the rate of teenage pregnancy has declined. This is consistent with findings that show the preference of Icelandic youth for contraceptives as a form of birth control rather than prevention against sexually transmitted diseases. The current study gives an historical review of the condom and its emergence in Iceland, whilst attempting to gain insight into the high prevalence of Icelandic youth choosing not to use condoms as a preventive. Data were compiled from the 2006 and 2010 HBSC databases. Also, three interviews were conducted with sex-segregated groups of young people aged 18-22 years, to gain a general understanding of their knowledge and attitudes toward sexually transmitted diseases, use of contraceptives and STD prevention. The findings of the current study indicate that condom use is particularly lacking among 18-22 year olds. Their absence of fear towards sexually transmitted diseases points to a lack of knowledge regarding the consequences such diseases can entail. Both sexes believed condoms reduced sexual pleasure, although it was evident that young women thought themselves pressured by males into forgoing the use of a condom during sexual intercourse.

Samþykkt: 
  • 16.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18783


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ingibjörg Elín.BA-Lokaskjal-PDF.pdf739.42 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna