is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18797

Titill: 
  • „Þú endar bara í skurði með skóflu“ : sjálfsálit fólks með lestrarörðugleika
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari rannsókn voru tveir aldurshópar einstaklinga með lestrarörðugleika bornir saman, annars vegar 18-25 ára og hins vegar 25 ára og eldri. Þátttakendur voru 31 talsins, 19 í eldri hópnum og 12 í þeim yngri. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvenær á skólagöngunni þátttakendur fengu greiningu, hve ánægðir þeir voru með þá aðstoð sem þeir fengu í skóla vegna lestrarörðugleikanna og hvort greina mætti mun á sjálfsáliti milli aldurshópa. Tilgátur rannsóknarinnar voru þær að einstaklingar eldri hópsins hefðu fengið lesgreiningu síðar á skólagöngu sinni, þeir væru óánægðari með aðstoð skólakerfisins og sjálfsálit þeirra væri lægra en hjá einstaklingum í yngri hópnum. Kveikja rannsóknarinnar var sú að mikil þróun hefur orðið á stuðningi við nemendur, með lestrarörðugleika, í skólakerfi landsins og því líklegt að yngri hópurinn hafi notið meiri stuðnings en sá eldri. Sjálfsmatskali Rosenbergs (Rosenberg self-esteem scale) var notaður til að mæla sjálfsálit þátttakenda en auk þess var spurningalisti lagður fyrir þá til að safna lýðfræðilegum upplýsingum. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að eldri hópurinn hafði fengið greiningu síðar á skólagöngu sinni en sá yngri og auk þess hafði hann heldur neikvæðara viðhorf til aðstoðar sem veitt var vegna örðugleikanna. Ekki var munur á sjálfsáliti milli aldurshópa en báðir hóparnir höfðu frekar hátt sjálfsálit. Niðurstöðurnar voru ekki í samræmi við niðurstöður flestra rannsókna sem gerðar hafa verið á fullorðnum með lestrarörðugleika en þó hafa einhverjar rannsóknir, á börnum, sýnt að ekki séu tengsl á milli lestrarörðugleika og sjálfsálits. Rannsakendur telja að annmarkar rannsóknarinnar, t.d. að þátttakendurnir hafi ekki verið nægilega margir, skekki niðurstöðurnar. Því væri vert að endurtaka hana með stærra úrtaki og e.t.v. fleiri breytum í von um niðurstöður sem endurspegla raunveruleikann á marktækari hátt.
    Efnisorð: lestrarörðugleikar, sjálfsálit, aldurshópar, stuðningur í skóla.

  • Útdráttur er á ensku

    In this study we compared two age-groups of individuals with reading difficulties, on one hand a group of people between the ages 18-25 and on the other hand a group older than 25 years of age. The participants were 31 in total, 19 in the older group and 12 in the younger.The purpose of the study was to see when the participants got a dyslexia diagnosis, how happy they were with the help they got during their school days because of their difficulties and whether a difference can be found between the groups when it comes to self-esteem. The hypothesis of these study was that the older group got their diagnosis later, that they were less pleased with the help they got and that they generally had lower self-esteem than the younger group. Our reason for conducting this study was that there have been fast changes in the support students with reading difficulties get in Iceland and therefore it is likely that the younger group received more support in school than those who are older. To measure self-esteem we used Rosenberg’s Self-Esteem scale along with a questionnaire containing questions of demographic nature. The results showed that the older group got their diagnosis at a later time but they also seemed to have a more negative attitude towards the assistance they got in school. There was no measurable difference in self-esteem between the groups but both groups had a relatively high self-esteem. These results did not coordinate with the results of previous research on the effects of reading difficulties on self-esteem in adults, although some research on children has yielded similar results. The faults of this particular study, e.g. that there weren’t enough participants, may cause the results to be unable to fully represent the population it is meant to represent.
    Key words: reading difficulties, self-esteem, age groups, support in school.

Athugasemdir: 
  • Fylgiskjöl læst til 19.5.2134
Samþykkt: 
  • 16.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18797


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þú endar bara í skurði með skóflu.pdf680.69 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Fylgiskjöl.pdf504.53 kBLokaður til...19.05.2134FylgiskjölPDF