is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1879

Titill: 
  • Atferli dýra : fræðileg umfjöllun og kennsluhugmyndir
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari lokaritgerð eru færð rök fyrir gildi þess að kenna atferlisfræði í íslenskum grunnskólum. Reynt er að varpa ljósi á mikilvægi þess að börn fái almennt að kynnast dýrum með því að fjalla meðal annars um niðurstöður rannsóknar sem gerð var í Bandaríkjunum árið 1999. Í framhaldi er fjallað um hversu stóran þátt atferlisfræðin skipar í íslensku skólastarfi. Eftir að hafa skoðað náttúrufræði- og umhverfismenntahlutann í aðalnámskrá grunnskóla frá 2007 varð okkur ljóst að atferlisfræðin skipar ekki stóran sess þar. Þessar niðurstöður endurspegla mjög líklega hvernig kennslu um dýr og hegðun þeirra er háttað í skólum landsins. Von okkar er að úr þessu verði bætt í nánustu framtíð en eitt af meginmarkmiðum þessarar lokaritgerðar er að auðvelda kennurum að nálgast efni um hegðun dýra. Í ritgerðinni er því meðal annars að finna sögulegt yfirlit atferlisfræðigreinarinnar, kennslumiðaðan texta um helstu þætti hennar og verkefnasafn.
    Lykilorð: Vettvangsnám, útikennsla.

Athugasemdir: 
  • Grunnskólabraut
Samþykkt: 
  • 10.9.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1879


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Atferli dyra. Fraedileg umfjollun og kennsluhugmyndir.pdf555.98 kBLokaðurHeildartextiPDF