is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18803

Titill: 
  • Þarfir, væntingar og reynsla aldraðra á Norðurlandi til sálfræðiþjónustu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Málefni aldraðs fólks hafa fengið sífellt meiri athygli á síðastliðnum misserum. Fjölgað hefur hraðar í þessum aldurshópi á undanförnum árum og áratugum en nokkrum öðrum. Umræðan um geðheilbrigði aldraðra hefur einnig verið talsverð að undanförnu og athygli verið vakin á því að mun fleira eldra fólk þjáist af þunglyndi og kvíða en áður var talið og jafnvel að fimmti hver einstaklingur yfir sextugu glími við geðröskun af einhverju tagi. Lyfjagjöf er það meðferðarúrræði sem mest er notað við geðröskunum hjá öldruðum en helsta ástæðan er talin vera sú að þessir einstaklingar leita fyrst og fremst til heimilislæknis með veikindi sín í stað þess að fara til fagaðila á borð við sálfræðinga eða geðlækna. Gagnrýnt hefur verið í hversu litlum mæli komið hefur verið til móts við aldraða sem glíma við geðræn vandamál með öðrum meðferðarúrræðum en lyfjagjöf og þar hefur sérstaklega verið bent á sálfræðimeðferðir á borð við hugræna atferlismeðferð, sem sýnt hefur verið fram á að gagnast þessum aldurshópi jafn vel og öðrum. Þessi rannsókn var unnin í samstarfi við öldrunarheimili og dagþjónustu fyrir aldraða á Norðurlandi í þeim tilgangi að skoða þarfir, væntingar og reynslu aldraðra á Norðurlandi til sálfræðiþjónustu og sjá hvort þörf væri á slíkri þjónustu umfram þá sem veitt er nú með því að skima fyrir þunglyndi, auk þess að mæla lífsviðhorf og bjargráð. Þátttakendur voru í allt 35 talsins. Niðurstöður benda til þess að almennt eru aldraðir á Norðurlandi bjartsýnt og lífsglatt fólk sem er ólíklegt til að greinast með þunglyndi og að það notar frekar jákvæðar en neikvæðar aðferðir til að glíma við erfiðleika. Hins vegar virðist bæði vera mikill áhugi og þörf hjá þessum aldurshópi fyrir því að leita til sálfræðings þar sem um helmingur þátttakenda viðurkenndi að vilja gjarnan nýta sér sálfræðiþjónustu vegna tilfinningalegra erfiðleika.

  • Útdráttur er á ensku

    Issues concerning the elderly have received increasingly more attention in recent years and this age group has grown faster than any other. The debate about the mental health of the elderly has also gotten more attention, it has been noticed that more elderly people suffer from depression and anxiety than previously thought and about 20% of people over sixty are currently dealing with mental illness of some kind. The treatment that is most commonly used for mental disorders among the elderly today is medication. The main reason is thought to be that these individuals primarily seek physicians with their illnesses instead of going to professionals such as psychologists or psychiatrists when needed. It has been criticized that older adults who experience mental health problems are not offered other treatment than medication and it has also been pointed out that psychological therapies such as cognitive behavioral therapy, which has been shown to benefit this age group as well as others, are not being used for this age group. This study was conducted in collaboration with day service and a nursing home for the elderly in North Iceland, in order to examine the needs, expectations and experiences of the elderly to psychological service of any kind and to see if there is a demand for such services beyond those provided now, by screening for depression, addition to measuring attitudes and coping. Participants were 35 in total. Results indicate that in general the elderly in North Iceland are happy and optimistic people who are unlikely to be diagnosed with depression, and they use more positive than negative coping styles to deal with difficulties in their lives. However, there seems to be both great interest and need in this age group for seeking psychological treatment in which about half of the participants admitted that they would like to see a psychologist because of emotional difficulties

Athugasemdir: 
  • Læst til 1.8.2014
Samþykkt: 
  • 16.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18803


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þarfir, væntingar og reynsla aldraðra á Norðurlandi til sálfræðiþjónustu.pdf1.29 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna