is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18805

Titill: 
  • „Auðvitað tengist þetta allt saman, hugur, sál og líkami“ : reynsla fagfólks í starfsendurhæfingu af því að vinna með þolendum kynferðisofeldis
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Rannsóknir sýna að afleiðingar kynferðisofbeldis í bernsku geta verið alvarlegar, langvinnar og valdið líkamlegum, sálrænum og félagslegum vandamálum á fullorðinsárum. Til eru mörg úrræði til þess að meðhöndla afleiðingarnar og þó svo að þau sýni góðan árangur, er það ekki alltaf raunin. Ábótavant er að bjóða upp á meðferðarúrræði sem að tekur á öllum þáttum; líkamlegum, sálrænum og félagslegum. Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða reynslu fagfólks af því að vinna með þolendum kynferðisofbeldis. Auk þess að skoða hvaða úrræði voru árangursrík. Þróað var þverfaglegt meðferðarúrræði fyrir konur sem höfðu orðið fyrir kynferðisofbeldi í bernsku. Rannsóknaraðferðin var Vancouver-skólinn í fyrirbærafræði sem er eigindleg rannsóknaraðferð. Tekin voru fimm viðtöl við fimm fagaðila á aldrinum 47-55 ára sem tóku þátt í verkefninu. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að starfsendurhæfingin skilaði góðum árangri fyrir konur sem höfðu orðið fyrir kynferðisofbeldi í bernsku. Margar náðu að verða virkir samfélagsþegnar og finna lausn sinna mála. Meginþemu rannsóknarinnar voru þrjú: 1) Afleiðing kynferðisofbeldis, þar sem meðrannsakendur lýstu líkamlegum, sálrænum og félagslegum vandamálum sem þolendur glímdu við. 2) Meðferðarvinna með þolendum kynferðisofbeldis, þar sem meðrannsakendur töluðu um að hugur, sál og líkami væri ein heild og því hafi þörfin kallað á þverfaglegt meðferðarúrræði. 3) Reynsla fagfólks af starfsendurhæfingunni, þar sem meðrannsakendur bentu á að reynslan af því að vinna með þolendum kynferðisofbeldis í starfsendurhæfingunni hafi verið góð. Mikilvægt að vera með fjölbreytt úrræði í boði fyrir þolendur kynferðisofbeldis vegna þess að einstaklingur sem lokast inní vandamáli eins og þessu getur skapað okkur dýru heilbrigðis- og félagsvanda.

Samþykkt: 
  • 16.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18805


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skemman.pdf855.14 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna