is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18807

Titill: 
  • Galdra-Loftur : undirbúningur flytjanda
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Flesta sögnvara langar að fá tækifæri til að syngja draumahlutverkið, uppáhalds aríuna í uppáhalds óperunni, í glæsilegu óperuhúsi. Til að sjá þann draum rætas leggja söngvarar á sig margra ára nám til að fullkomna söngtæknina, læra tónfræði, klassíska tónlistarsögu og tónheyrn, ná tökum á undirstöðuatriðum í leikrænni tjáningu, læra um helstu óperutónskáldin og óperurnar þeirra og byggja upp líkamlegan styrk til að syngja stórt hlutverk í óperu sem getur tekið tvo til fjóra klukkutíma í flutningi. En þegar söngvari fær loks upp í hendurnar stórt óperuhlutverk, hvað gerist þá? Sögntæknin og líkamsstyrkurinn er í góðu lagi og einnig almenn þekking á tónfræðinni og á óperum en þær eru mismunandi eftir tónlistartímabilum og tónskáldum. Getur þá söngvarinn látið sér nægja að læra þá texta og lög sem hann á að syngja, eða þarf hann ef til vill að kynna sér gaumgæfilega alla sögu óperunnar og umgjörð, allar aðrar persónur í sögunni, æfi tónskáldsins og tónlist þess? Hvað þarf söngvarinn að vita mikið um óperuna svo hann geti á sannfærandi hátt sungið og leikið hlutverkið? Í þessari ritgerð er leitað svara við þessum spurningum með því að setja sig í spor söngvara sem tekur að sér hlutverk Dísu í óperunni Galdra-Lofti eftir Jón Ásgeirsson. Jóhann Sigurjónsson gaf út leikrit um Galdra-Loft árið 1915, upp úr þjóðsögunni um samnefndan mann. Sagan heillaði Jón Ásgeirsson tónskáld sem síðar skrifaði óperu með leikritið til stuðnings. Hann notaði aðalpersónurnar úr fyrrnefndu leikriti Jóhanns en bætti einnig við og felldi út persónur og atriði eftir hentisemi. Út frá þessari óperu verður farið yfir mikilvægi þess að flytjandi Dísu afli sér þekkingar á sögunni alveg frá grunni áður en hlutverkið er flutt fyrir almenning.

Samþykkt: 
  • 16.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18807


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð lokaútgáfa.pdf1.39 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna