is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18810

Titill: 
  • Meðferð og eftirfylgni á heilsugæslustöðvum : einstaklingar með sálrænan vanda
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar forrannsóknar (pilot-study) er að kanna hvort heimilislæknar meti sem svo að þeir hafi nægan tíma, sérþekkingu og val um meðferðarleiðir þegar kemur að því að greina, meðhöndla og fylgja eftir sjúklingum með geðsjúkdóm. Einnig er kannað hvort heimilislæknar vísi einstaklingum með sálræn vandamál almennt áfram til geðlæknis eða sálfræðings eftir að ávísa lyfjameðferð. Þörfin, að mati heimilislækna, fyrir að niðurgreiða sálfræðiaðstoð verður einnig könnuð.
    Sent var út spurningalista til 200 heimilislækna í Félagi íslenskra heimilislækna.
    Meirihluti heimilislækna telja hlutfall sjúklinga með geðræn vandamál hátt og langstærsti hluti þeirra vísar ekki sjúklinga til geðlæknis þegar ávísuð eru geðlyf. Misjafnt virðist hvort einstaklingum með sálrænan vanda sé vísað til sálfræðings í kjölfar þess að ávísað er geðlyfum.
    Almennt telja heimilislæknar sig búa yfir menntun til að meðhöndla sjúklinga með geðrænan vanda en meirihluti þeirra telja sig ekki eiga nægilegan tíma til að sinna sjúklingum með sálrænan vanda. Flestir eru þó sammála um að þeir nái að fylgja eftir geðlyfjanotkun sjúklinga sinna. Samt sem áður telur langstærsti hluti heimilislækna að það myndi bæta meðferðarárangur sjúklinga að fá sálfræðiaðstoð samhliða lyfjagjöf og vill meirihluti þeirra meina að þörf sé á niðurgreiðslu sálfræðiaðstoðar. Einnig telja heimilislæknar að það myndi létta vinnuálagið á þeirra vinnustað. Heimilislæknar virðast hinsvegar vera með skiptar skoðarnir á því hvort sjúklingar séu of lengi á geðlyfjum án þess að sýna meðferðarárangur.

Samþykkt: 
  • 16.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18810


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Majken_BA_lokaritgerð_sálfræði_HA_PDF (1).pdf660.13 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna