is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18815

Titill: 
  • Tjáning aquaporin á endothelium hornhimnu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ýmsir sjúkdómar og skemmdir vegna áverka geta komið fram á hornhimnum sem geta leitt til alvarlegrar sjónskerðingar. Hornhimnuígræðslur eru algengastu líffæraígræðslurnar sem framkvæmdar eru í heiminum í dag en þær eru háðar líffæragjöfum. Í ljósi þess hversu hátt hlutfall ígræðslna fela í sér hornhimnuskipti er mikilvægt að rannsóknir beini augum sínum að nýjum leiðum til þess að hægt sé að mæta frekari þörfum sjúklinga. Ýmsar aðferðir hafa verið notaðar til ígræðslu en þar á meðal er notkun á himnu líknarbelgs og frumum endothelium. Einnig hafa mennskar stofnfrumur verið ræktaðar beint á Bowmans lag hornhimnunnar. Vatnsgangnapróteinið aquaporin leyfir eða stjórnar vatnsflæði í gegnum frumuhimnur og gegnir því mikilvægu hlutverki í auganu. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort að aquaporin sé tjáð á endothelium frumum hornhimnu sem ræktaðar hafa verið úr fósturstofnfrumum in vitro. Sýni voru fengin frá taugafræðideild Sahlgrenska Háskólasjúkrahússins í Gautaborg. Niðurstöður myndgreiningar sem notast var við leiddu í ljós að á fjórum sýnum af sex kom fram greinileg tjáning aquaporin.

  • Útdráttur er á ensku

    Various diseases, along with damage due to trauma can occur on the cornea and may lead to severe visual impairment. Corneal transplants are one of the most common transplant procedures performed worldwide. Such procedures are, however, dependent on organ donors. Given the high rate of corneal implants it is important that researchers seek new ways to meet the evolving needs of patients. Various methods have been developed for implants, including the amniotic membrane and endothelium cells. Pre-cultured human embryonic stem cells have also been transplanted onto an exposed Bowman's membrane. The water channel protein, aquaporin allows or controls the flow of water through cell membranes and plays an important role in the eye. This study aims at investigating whether aquaporin is expressed in the corneal endothelium cells, which have been grown from embryonic stem cells in vitro. Samples were obtained from the Department of Neurology at Sahlgrenska University Hospital in Gothenburg. The results obtained from electron microscopy clearly showed the expression of aquaporin in four out of six samples.

Samþykkt: 
  • 16.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18815


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA - Tjáning aquaporin á endothelium hornhimnu - Margrét Björk og Þóra Bryndís.pdf842.77 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna