ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Akureyri>Hug- og félagsvísindasvið>B.A./B.Ed. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18821

Titill
en

From Race Records to Rock and Roll

Skilað
Maí 2014
Útdrættir
  • Fyrir þá sem lifa á tuttugustu og fyrstu öld er tónlistin jafn sjálfsagður hluti daglegs lífs og fötin sem menn klæðast og maturinn sem á boðstólum er. Hún er öllum aðgengileg burtséð frá stétt, aldri og kynþætti. Allir hafa aðgang að tónlist hvar og hvenær sem er. Þetta var samt ekki raunin áður fyrr. Alþýðutónlist skipaði óæðri bekk en tónlist yfirstéttar. Ekki var þetta síst áberandi þar sem hörundslitur skildi menn að.
    Í ritsmíð minni skoða ég útgáfustarf og samskipti fyrirtækisins Chess Records í Chicago við svarta tónlistarmenn úr Suðurríkjum Bandaríkjanna. Fyrirtækið var í eigu tveggja bandarískra bræðra, Leonards og Philip Chess, pólskra gyðinga sem fluttu til Chicago á unga aldri. Þeir eygðu tækifæri í blues-tónlist hinna svörtu Suðurríkjamanna sem hvítir menn höfðu sniðgengið fram að þessu. Þeir litu ekki á hörundslitinn sem neina hindrun í samskiptunum við hina hæfileikaríku svörtu tónlistarmenn og unnu tónlist þeirra brautargengi.
    Chess fyrirtækið átti mikinn þátt í framgangi rokktónlistar um miðja 20 öld. Rokktónlistin var gagngert sköpuð af viðskiptamönnum í blúsgeiranum sem gerðu hana aðgengilega fyrir hina hvítu tónlistarmenn. Ný kynslóð sýndi tónlist svartra mikinn áhuga og Chess bræðurnir hömruðu járnið meðan það var heitt og sköpuðu sér á þann hátt mikilvægan sess í tónlistarsögu 20. aldar.

  • en

    To the children of the modern age, music is an indispensable part of everyday life and accessible to everyone. Class, race, age and gender are of no or little importance, everyone can listen to music by anyone. This is, however, a relatively new aspect of music. Well into the later half of the 20th century, music was subject to racial and cultural segregation, just as almost every other aspect of society. White people had their music, and black people had their own. In this thesis, I will look at one particular company’s participation in eliminating the aforementioned racial barriers in music, namely Chess Records.
    Founded in 1950 by two Yiddish speaking Jews, Leonard and Philip Chess, that immigrated to Chicago at an early age, this company showed a rare disregard for race and focused more on the entrepreneurial opportunities found in The Blues. Though only a relatively small independent record company, Chess Records played an important role in the progression of the Blues to Rock’n’Roll, a genre deliberately created by music tycoons to sell the music of African Americans to white people. By capitalizing on the interest in black music, shown by new generational entity, the teenager, Chess Records took its place as one of the most influential names in music.

Samþykkt
16.6.2014


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
ChessRecords_Pétur... .pdf536KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna