is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18824

Titill: 
  • Fjölskylduhjúkrun : stuðningur við aðstandendur mikið veikra einstaklinga
  • Titill er á ensku Family nursing: Support for families of seriously ill patients
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Rannsóknaráætlun þessi er lokaverkefni til B.S. prófs í hjúkrunarfræði við Háskólann á
    Akureyri. Tilgangur rannsóknaráætlunarinnar er að undirbúa rannsókn til þess að kanna gæði
    fjölskylduhjúkrunar á heilbrigðisstofnunum um landið og upplifun aðstandenda mikið veikra
    einstaklinga af stuðningi tengdum veikindunum og breytingunum sem fylgja. Stuðningur við
    aðstandendur hefur gríðarlega mikið að segja fyrir heilsu og heilbrigði bæði veika
    einstaklingsins og fjölskyldunnar allrar. Með breyttum áherslum heilbrigðiskerfisins á Íslandi
    þar sem lögð er áhersla á styttri legutíma og veikari einstaklingar eru innan heimila hefur
    aukin ábyrgð færst yfir á fjölskyldumeðlimi. Umönnun mikið veikra er nú í miklum mæli
    veitt á heimilum þess veika og er þá mikilvægt að huga að heilsu og heilbrigði nánustu
    fjölskyldumeðlima, ekki síður en sjúklingsins sjálfs. Það getur haft slæm áhrif á veika
    einstaklinginn ef aðstandendur hans eiga erfitt með að hugsa um sig sjálfir.
    Rannsókaraðferðin verður eigindleg og notaður verður viðtalsrammi til stuðnings viðtölunum.
    Viðtöl verða tekin við aðstandendur mikið veikra einstaklinga um land allt í samvinnu við
    sjúkrahús og heimahjúkrun á hverjum stað þar sem stuðst verður við hálfstaðlaðar spurningar.
    Við greiningu gagna verður stuðst við kenningu Miles og Hubermans (2004) sem byggir á því
    að rýna í upplýsingar úr viðtölum þar sem markmiðið er að skilja undirliggjandi merkingu
    upplýsinganna. Mikilvægt er að stuðla að því að umönnunaraðilar mikið veikra einstaklinga
    fái viðeigandi aðstoð hvað varðar stuðning og aðstoð við bjargráð í veikindaferlinu. Til þess
    að það sé mögulegt er nauðsynlegt að koma á skipulegri fræðslu um mikilvægi stuðnings til
    aðstandenda og sjá til þess að á hverri heilbrigðisstofnun sé unnið að fjölskylduhjúkrun.

    Lykilhugtök: Fjölskylda, fjölskylduhjúkrun, mikið veikir, stuðningur, hjúkrun,
    umönnunaraðilar, bjargráð.

  • This research proposal is a final thesis to a BS degree in nursing at the University of Akureyri.
    The purpose of the proposed study is to examine the quality of family health care nursing in
    hospitals and local health centers around the country and the experience of relatives of
    seriously ill persons of support related to the illnesses and the changes that follow. Support for
    families is very significant for the well being of the whole family. With the changing focus of
    health care in Iceland where the emphasis is on shorter hospital stay, weaker individuals than
    before are now discharged from hospitals which increases responsibility on family members
    at home. The care of seriously ill is now more and more provided in the homes of the sick. It is important to consider the health and well being of family members, as well as the patient
    himself. If the family members find it difficult to take good care of themselves it can cause
    negative affects for the sick individual. In the study qualitative research method will be used.
    Researchers will interview participants using semi-structured interviewing. Interviews will be
    conducted with relatives of seriously ill individuals throughout the country in collaboration
    with hospitals and home care. The data analysis will be based on the theory of Miles and
    Hubermans concerning theme development in order to identify and better understand the
    underlying meaning of the data. It is important to provide support to family members of
    seriously ill individuals in order to assist them to manage the care. For it to be possible it is
    necessary to establish a systematic education on the importance of support for families and
    ensure that each institute works with family nursing.

    Keywords: family , family nursing, long term illness , support , care, caregiver,
    coping.

Samþykkt: 
  • 16.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18824


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni - Berglind og Bryndís (1) (1).pdf582.7 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna