is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18825

Titill: 
  • Algeng vandamál við brjóstagjöf : áhrifaþættir og bjargráð
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Rannsóknaráætlun þessi er lokaverkefni til B.S. gráðu í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri. Tilgangur verkefnisins er að afla upplýsinga um helstu áhrifaþætti þess að mæður hætta með börn sín á brjósti fyrir ráðlagðan tíma og hvað mætti gera betur í þjónustu við mæður í ungbarnavernd til að stuðla að lengri brjóstagjöf. Í framhaldinu er sett fram rannsóknaráætlun til þess að rannsaka efnið í náinni framtíð.
    Í fræðilegri samantekt eru helstu áhrifaþættirnir teknir saman og þau ráð sem heilbrigðisstarfsfólk getur veitt mjólkandi mæðrum. Algengir áhrifaþættir eru meðal annars: stálmi og sárar geirvörtur, stíflur og sýkingar, of lítil mjólkurframleiðsla, andleg vanlíðan og persónulegir áhrifaþættir. Lögð var sérstök áhersla á stuðning og fræðslu frá heilbrigðisstarfsfólki sem er mikilvægur þáttur til að auka gæði þjónustu við mæður og fjölskyldur þeirra. Rannsóknir sýna að hátt hlutfall kvenna hættir með barnið sitt á brjósti fyrir ráðlagðan tíma, þó brjóstagjöf hafi heilsubætandi áhrif á börnin og mæðurnar sjálfar. Stuðst verður við eigindlega aðferðarfræði Vancouver skólans við gerð rannsóknarinnar. Í þýðinu verða mæður 18 mánaða barna sem sækja reglulegt eftirlit í ungbarnavernd á Heilsugæslustöðinni á Akureyri. Þátttakendur verða valdir með tilviljunarkenndu úrtaki.
    Lykilorð: Brjóstagjöf, eingöngu brjóstagjöf, brjóstamjólk, stuðningur, fræðsla, ungbarnavernd.

  • Útdráttur er á ensku

    Common breastfeeding problems: Determinants and coping strategies
    This research proposal is part of a final assessment towards a B.S. degree in nursing at the University of Akureyri. The purpose of this research would be to compile information on the main determinants for why women cease breastfeeding their babies earlier than advised and what areas could be improved within child health care for longer breastfeeding duration. A research proposal will then be presented that aims to investigate the subject in the future.
    In a theoretical summary the main determinants are composed and what advice health professionals can provide to breastfeeding mothers. Some of the main determinants are the following: breast abscesses and engorgement, plugged milk glands, infections, lack of milk production, psychological distress and personal reasons. A particular focus was put on support and education from health professionals which is an important factor in improving the services for mothers and their families. Research indicates that a high proportion of women cease breastfeeding earlier than advised, even though breastfeeding has benefits for the health of mother and child. A qualitative approach derived from the Vancouver University will be employed for the research. The population will consist of mothers of 18 month old babies that seek regular checks in child health care at the health center of Akureyri. Participants will be selected through random selection.
    Key words: Breastfeeding, exclusive breastfeeding, breast milk, support, education, child health care.

Athugasemdir: 
  • Læst til 1.5.2019
Samþykkt: 
  • 16.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18825


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni (Heildartexti).pdf557.26 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna