is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18828

Titill: 
  • Störf skólahjúkrunarfræðinga í fjórum framhaldsskólum á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hver viðfangsefni skólahjúkrunarfræðinga í framhaldsskólum væru, hvað hefði áhrif á störf þeirra og hvort kynjamunur væri á þörfum ungmenna fyrir skólaheilsugæslu, að mati skólahjúkrunarfræðinga í framhaldsskólum. Þetta efni var talið verðugt til rannsóknar þar sem heilsugæsla í framhaldsskólum hefur ekki verið í boði fyrir alla nemendur og hefur lítið verið rannsakað hér á landi. Ef hægt væri að nálgast ungmennin í gegnum framhalds- og háskóla þá væri það til úrbóta því þar sem lítil tengsl eru við heilbrigðisþjónustu þá getur það ógnað heilsu síðar meir. Ef þjónusta við þennan aldurshóp væri aukin gæti það haft mikla þýðingu, bæði fyrir vellíðan þeirra og lífsgæði. Þátttakendur í rannsókninni voru fjórir af þrettán starfandi hjúkrunarfræðingum í framhaldsskólum á Íslandi. Í rannsókninni var gögnum safnað með einu hópviðtali eða svokallaðri rýniaðferð. Við greiningu gagna komu fram þrjú megin þemu: Viðfangsefni skólahjúkrunarfræðinga, þörf fyrir skólahjúkrunarfræðinga er vanmetin og óljós og samvinna og samskipti. Auk þess komu fram níu undirþemu. Í niðurstöðum rannsóknarinnar kom fram að starfslýsingu og ramma vantaði utan um starf skólahjúkrunarfræðinga í framhaldsskólum og þörf væri á betra skráningarkerfi. Viðfangsefni skólahjúkrunarfræðinga í framhaldsskólum voru fjölbreytt og munur var á milli kynja. Andleg vandamál hafa aukist og voru algengari meðal stúlkna. Góð samskipti skólahjúkrunarfræðinga við nemendur, starfsmenn skólanna og foreldra voru talin mikilvæg. Útbúa þyrfti starfslýsingu á starfi skólahjúkrunarfræðinga í framhaldsskólum og innleiða skráningarkerfi. Auka þyrfti aðgengi þeirra við heilsugæsluna til að koma í veg fyrir skort á faglegum stuðningi og einangrun. Einnig þyrfti að auka starfshlutfall skólahjúkrunarfræðinga til að aukinn tími gæfist fyrir fræðslu, meira aðgengi og sýnileika. Aukin viðvera skólahjúkrunarfræðinga í framhaldsskólum þyrfti að taka mið af nemendafjölda í hverjum skóla.
    Lykilhugtök: Skólahjúkrunarfræðingar, skólaheilsugæsla, framhaldsskólar og ungmenni.

Athugasemdir: 
  • Læst til 15.5.2020
Samþykkt: 
  • 16.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18828


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð - 08.05.14- 1.pdf740.65 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna