is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18831

Titill: 
  • Tvíþáttagreining- áhrif tvíþáttagreiningar á hjúkrun
  • Titill er á ensku Dual Diagnosis- the impact of dual diagnosis on nursing
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmið ritgerðarinnar var að draga saman upplýsingar um tvíþáttagreiningu og var það gert með heimildaleit í gagnasöfnum Leitir.is, CINAHL, PubMed, PsycArticles og Google Scholar.
    Tvíþáttagreining er hugtak sem notað er yfir þá sem greindir hafa verið með geðsjúkdóm og fíknisjúkdóm. Hugtakið er ekki endanleg sjúkdómsgreining en fræðimenn hafa verið nokkuð sammála um túlkun sína á hugtakinu og hefur það fest sig í sessi innan geðheilbrigðiskerfisins.
    Tölulegar upplýsingar gefa vísbendingu um að þeim einstaklingum sem greindir eru með tvíþáttagreiningu fer fjölgandi og að hluta til er hópurinn hulinn í samfélaginu, bæði vegna þess að einstaklingar leita sér ekki hjálpar og þeir eru vangreindir. Sú staðreynd að tvíþáttagreining er ekki viðurkennd greining setur líka heilbrigðiskerfi nútímans í erfiða stöðu því öll meðferð er skipulögð út frá greiningum og sjúkdómsástandi. Meðferð tvíþáttagreindra er vandasöm og yfirgripsmikil og það hefur reynst erfitt að veita þessum einstaklingum heildræna meðferð. Tvær ólíkar meðferðarstéttir hafa komið að meðferð þessara einstaklinga, annars vegar þeir sem meðhöndla geðsjúkdóma og hins vegar þeir sem meðhöndla fíknisjúkdóma. Mikil vinna er lögð í það að samþætta hugmyndafræði þessa tveggja meðferðarstétta.
    Starf hjúkrunarfræðings sem vinnur að meðferð einstaklinga sem falla undir hatt tvíþáttagreiningar er viðamikið og flókið. Rannsóknir hafa sýnt að þekking þeirra sem komið hafa að meðferð tvíþáttagreindra er ekki fullnægjandi. Eins hafa rannsóknir sýnt að til þess að veita þessum einstaklingum heildræna meðferð þarf hjúkrunarfræðingurinn að þekkja inn á svið allra þeirra sem koma að meðferð tvíþáttagreindra.
    Lykilhugtök: tvíþáttagreining, fíknisjúkdómur, geðsjúkdómur, meðferð, hjúkrunarfræðingurinn

  • Útdráttur er á ensku

    Dual Diagnosis- the impact of dual diagnosis on nursing
    Abstract
    The main objective of the study was to assemble relevant information of dual diagnosis. Gathered information was taken accessed from Leitir.is, CINAHL, PubMed, PsycArticles and Google Scholar.
    Dual diagnosis is a concept that refers to individuals who have been diagnosed both with mental illness and substance abuse. The concept is not defined as a final diagnosis but in the academic literature it is widely used as a definition of concurrent disorders, one of mental health and the other of substance misuse.
    The prevalence suggests that the number of dually diagnosed is growing and is partly hidden in the community, both because the dually diagnosed don ́t seek help and they have been overlooked. The fact that dual diagnosis is not a final diagnosis puts the public health authorities in a difficult situation because diagnosis is used to determine the treatment. Providing treatment for the dually diagnosed is comprehensive and complex and it has been difficult to provide a holistic treatment. Two different professions have been involved with the treatment of the dually diagnosed, the mental health system and the addiction service. Today these two professions are working to integrate the ideology of the treatment. The work of a nurse who works with the dually diagnosed is comprehensive and complicated. Studies have shown that there is a lack of knowledge about substance misuse within the nursing profession and lack of knowledge about mental illnesses within the profession of addiction practitioners. Studies have also shown that to be able to provide a holistic treatment for the dually diagnosed the nurse has to have insight into the profession of those involved in the treatment of the dually diagnosed.
    Keywords: Dual diagnosis, substance misuse, mental illness, treatment, the nurse.

Athugasemdir: 
  • Læst til 31.5.2015
Samþykkt: 
  • 16.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18831


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaskil.pdf407.53 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna