is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18835

Titill: 
  • Upplifun einstaklinga af öndunarvélameðferð : rannsóknaráætlun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Rannsóknaráætlun þessi er lokaverkefni til BS prófs í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri. Tilgangur rannsóknarinnar er að kanna upplifun einstaklinga af því að vera í öndunarvél. Rannsóknin beinist að því að skoða andlega og líkamlega líðan þessara einstaklinga, reynslu þeirra af samskiptum í þessum aðstæðum, hvenær hætta eigi meðferð í öndunarvél og hvort réttlætanlegt sé að leggja slíka meðferð á einstaklinga með langt gengið krabbamein. Þátttakendur verða á aldrinum 18-67 ára.
    Margir einstaklingar í öndunarvél upplifa mikla andlega vanlíðan eins og ótta og reiði. Jafnframt upplifa þeir oft mikla líkamlega vanlíðan sem tengist helst verkjum, einnig hafa margir þeirra greint frá slæmum martröðum og ofskynjunum. Hjúkrun sjúklinga í öndunarvél getur verið vandasöm og spila samskiptaörðugleikar þar stórt hlutverk sem og rétt næring og góð verkjastilling. Erfitt getur verið fyrir aðstandendur að horfa upp á ástvini sína í öndunarvél og því er mikilvægt að veita fjölskyldumiðaða hjúkrun. Tíðni krabbameins hefur farið stigvaxandi á síðustu árum og er nú ein algengasta dánarorsök víða um heim. Vegna síbreytilegs gangs sjúkdómsins getur verið erfitt að ákveða hvort leggja eigi öndunarvélameðferð á þennan sjúklingahóp.
    Rannsóknaraðferðin verður eigindleg og gagna aflað með viðtölum þar sem leitast verður við að svara eftirfarandi rannsóknarspurningum: Hver er upplifun einstaklinga af því að vera í öndunarvél? Er réttlætanlegt að leggja öndunarvélameðferð á einstaklinga með langt gengið krabbamein? Hvernig er reynsla sjúklinga í öndunarvél af samskiptum?
    Þörf er á eigindlegum rannsóknum til þess að dýpka og auka þekkingu hjúkrunarfræðinga og annarra heilbrigðisstarfsmanna á upplifun einstaklinga af því að vera í öndunarvél.
    Lykilhugtök: Öndunarvél, öndunarvélameðferð, upplifun, hjúkrun, krabbamein, líknarmeðferð, samskipti, verkir.

  • Útdráttur er á ensku

    This research proposal is a thesis to a BS in nursing at the University of Akureyri. This research is aimed at the examination of mental and physical condition of these individuals, their experience of communication in these circumstances, when treatment should be discontinued and whether it is justifiable to impose such treatment on individuals with advanced cancer. Participants will be 18-67 years of age.
    Individuals on ventilators often experience a great deal of physical discomfort which is frequently associated with pain, nightmares and hallucinations. Nursing patients on a ventilator can be complicated and diffucult communication plays a major role as well as proper nutrition and good pain control. It can be difficult for family members to see their loved ones on a ventilator, and it is important to provide family-centered care. The incidence of cancer has increased steadily in recent years and is now the most common cause of death in many countries. Due to the ever-changing course of the disease it can be difficult to decide whether to impose ventilator therapy on this patient group.
    The research method will be qualitative and data will be gathered through interviews in which it will be sought to answer the following research questions: What is the individual´s experience with being on a ventilator? Is it justifiable to impose mechanical ventilation on individuals with advanced cancer? How is the experience of patients on ventilators with communication?
    There is a need for qualitative researches to deepen and increase the knowledge of nurses and other health care workers on the individual´s experience of being on a ventilator.
    Key words: Mechanical ventilator, mechanical ventilation treatment, experience, nursing, cancer, palliative care, communication, pain.

Samþykkt: 
  • 16.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18835


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Upplifun einstaklinga af öndunarvélameðferð.pdf590.96 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Upplifun einstaklinga af öndunarvélameðferð - forsíða.pdf986.35 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna