is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18836

Titill: 
  • Hvað get ég sagt?
  • Titill er á ensku What can I say?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Eftirfarandi heimildarsamantekt er lokaverkefni til B.S. gráðu í hjúkrunarfræði við
    Háskólann á Akureyri. Tilgangur þessarar ritgerðar er að fjalla um hvernig hjúkrunarfræðingar takast á við samskipti við aðstandendur í erfiðum tilfellum og hvort að þessi samskipti lærast með tímanum eða hvort þau séu alltaf jafn erfið. Þarfir aðstandenda eru fjölþættar og aldrei er hægt að mæta þeim öllum, aftur á móti er hægt að auka þekkingu hjúkrunarfræðinga á því hvað er gagnlegt og hvað þeir ættu að forðast í samskiptum sínum við skjólstæðinga sína og aðstandendur þeirra.
    Við heimildaleit var notast við gagnasöfnin Cumulative Index to Nursing and Allied Health Literature (CINAHL/EBSCO Host), Pub Med, leitarvél Google Scholar, bækur og aðrar greinar sem höfundar fundu við lestur tímarita og rannsókna. Leitast var við að nota heimildir birtar á árunum 1998-2014. Höfundar ræddu einnig við fjóra hjúkrunarfræðinga með mismikla starfsreynslu af því að vinna innan bráðasviðs um upplifanir þeirra af samskiptum við aðstandendur í erfiðum aðstæðum og vildu höfundar með því dýpka skilning sinn á þessu viðfangsefni og fá betri innsýn í þennan málaflokk hérlendis. Við heimildaleit og lestur á rannsóknum sem gerðar hafa verið um viðfangsefnið komu í ljós vísbendingar um að mikilvægt sé að efla betur kennslu, fræðslu og undirbúning hjúkrunarnema og hjúkrunarfræðinga til þess að takast á við og sinna aðstandendum við erfiðar aðstæður svo draga megi úr hugsanlegum neikvæðum viðhorfum, hræðslu hjúkrunarfræðinganna gagnvart þessum aðstæðum og einnig til þess að reyna að draga úr neikvæðum tilfinningum og minnka þannig líkurnar á því að heilbrigðisstarfsfólk brenni út tilfinningalega í starfi.
    Helstu leitarorð voru: samskipti, hjúkrun, aðstandendur, bráðadeild, dauði, streita, hjúkrunarfræðinemar, verklegt nám.

  • Útdráttur er á ensku

    Abstract
    The following thesis is a final essay in the Bachelor of Science program in nursing at the University of Akureyri. The purpose of this essay is to discuss how communication between nurses and relatives of patients is handled in sensitive and tough situations, and whether communication in those situations can be learned over time or if it will always be challenging for the nurses involved. Relatives of patients have diverse needs, and they cannot all be catered to, however, nurses can be taught certain methods to communicate with relatives, as well as knowing what to avoid when communicating with patients and their relatives.
    The following databases were used for reference purposes: The Cumulative Index of Nursing and Allied Health Literature (CINAHL/Ebsco Host), Pub Med, Google Scholar, books and other articles found when studying journals and research studies. The references used were mainly from between the years of 1998-2014. The authors of this essay also conducted interviews with four nurses with varying degrees of experience of working in emergency rooms or intensive care units, asking about their experiences in communicating with relatives in tough situations, with the purpose of getting a better understanding on this subject as well as gathering insight into this area of the medical field here in Iceland. The collection of references that was obtained, as well as by comparing different research studies on the subject, revealed the importance of improving education, instruction and preparation of nursing students as well as nurses, to deal with and handle relatives in tough situations, in order to decrease possible negative perceptions and attitudes towards the situations, fear towards them, as well as minimizing negative emotions that tend to arise and therefore reducing the likelihood of nurses becoming emotionally overwhelmed in their work environment. Main keywords were: communication, nursing, relatives/family members, emergency rooms/intensive care units, stress, nursing students, practical training.

Samþykkt: 
  • 16.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18836


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hvað get ég sagt - BS ritgerð.pdf633.53 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna