is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18842

Titill: 
  • Þjónusta við aðstandendur einstaklinga með geðrænan heilsufarsvanda
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Verkefni þetta er heimildasamantekt með nýsköpun. Tilgangur þess var að afla ítarlegra upplýsinga um áhrif geðræns heilsufarsvanda nákomins einstaklings á líf og líðan aðstandenda og komast að hvaða þörf þeir höfðu fyrir þjónustu. Til að stýra heimildaleit og afmarka viðfangsefnið voru eftirfarandi rannsóknarspurningar settar fram: Hvaða áhrif hefur það á aðstandendur þegar nákominn einstaklingur er með geðrænan heilsufarsvanda? Hvaða stuðning býður geðheilbrigðisþjónustan upp á fyrir aðstandendur einstaklinga með geðrænan heilsufarsvanda og hvernig hefur hann reynst?
    Hugmyndafræði valdeflingar og skjólstæðings- og fjölskyldumiðaðrar nálgunar voru hafðar að leiðarljósi í verkefninu. Heimildasamantekt leiddi í ljós að aðstandendur upplifðu m.a. aukið álag í daglegu lífi, samskiptaörðugleika og fordóma í garð þess veika og þeirra sjálfra. Einnig kom fram að þeir höfðu þörf fyrir margvíslegan stuðning, bæði frá heilbrigðisstarfsfólki og öðrum í sambærilegum aðstæðum. Auk þess vildu þeir hafa greiðan aðgang að hagnýtum upplýsingum sem snéru t.d. að eðli geðsjúkdóma, bjargráðum og hvert þeir áttu að leita eftir þeirri þjónustu sem í boði var. Til að takast á við aðstæður sínar á árangursríkan hátt þurfti umhverfið að bjóða upp á ýmiss konar úrræði. Niðurstöður heimildasamantektar voru nýttar til að þróa námskeið ætlað aðstandendum einstaklinga með geðrænan heilsufarsvanda, á höfuðborgarsvæðinu. Markmið námskeiðsins er að þátttakendur nái betri stjórn á eigin lífi, eflist í hlutverki sínu sem umönnunaraðilar og kynnist aðferðum til að takast á við aðstæður sínar.
    Lykilhugtök: Aðstandendur, einstaklingar með geðrænan heilsufarsvanda, geðheilbrigðisþjónusta, stuðningur.

Athugasemdir: 
  • Læst til 1.6.2019
Samþykkt: 
  • 16.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18842


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þjónusta við aðstandendur.pdf1.73 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna