is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18869

Titill: 
  • Hljóðmassi í Atmosphères eftir György Ligeti, helstu einkenni og áhrif Darmstadt og raftónlistar á tilurð hans
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Hljóðmassaverk Györgys Ligetis, Atmosphères, frá árinu 1961 vakti athygli mína. Mér lék forvitni á að vita hvernig honum flaug í hug að skapa hljóðmassa og úr hvaða þáttum hann mótaði hann. Þeir eru gjörsamlega samtvinnaðir og mynda eina heild þrátt fyrir að andstæðum í tónsviði, dýnamík, leikblæ og hljóðfæralit sé beitt til að skapa áferð hljóðmassans. Míkrópólýfónía (agna-fjölröddun) Ligetis er einnig mjög mikilvæg í vefnaðinum.
    Hvenær fór Ligeti að heyra fyrir sér þessa sérstöku tónlist sem á sínum tíma þótti byltingarkennd? Hvernig þróaði hann tækina til að skapa hljóðmassa og hverjir höfðu úrslitaáhrif á hann? Ég leitaði svara með því að kynna mér ár Ligetis í Ungverjalandi og komst að því að það var ekki fyrr en undir lok veru hans þar að hann hefur einhverja hugmynd um hvernig hann geti skapað hljóðmassatónlist sem hann hafði svo lengi dreymt um að gera. Það er ástæða fyrir þessu, Ligeti kemst í tæri við framsækna tónlist seríalistanna sem kenndu sig við Darmstadt. Hann biður þá um að senda sér tónlist, raddskrár og greinar sem þeir gera. Hann viðurkenndi síðar að þá hefði hann fengið hálfgerða uppljómun, skyndilega var hann kominn með tól og tæki til þess að smíða hljóðmassatónlist. Í kjölfar þess að ungverska byltingin misheppnast ákveður Ligeti að flýja til Vínar og flytja síðan þaðan til Kölnar og hann fær vinnu í Raftónlistarhljóðverinu þar og fær að aðstoða Karlheinz Stockhausen. Sá hafði gríðarleg áhrif á hugmyndir Ligetis um tónsköpun því hann jós úr viskubrunni sínum og kynnti Ligeti fyrir nýjum, byltingarkenndum hugmyndum í verkum sínum. Án hans tel ég að hljóðmassaverk Ligetis hefðu ekki orðið til. Ligeti rannsakaði auk þess verk hans og hinna seríalistanna og notaði greinilega sumar aðferðir þeirra og umbylti þannig því hvernig hljóðfæratónlist var hugsuð og skrifuð.

Samþykkt: 
  • 16.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18869


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hljóðmassinn í Atmosphères eftir György Ligeti, helstu einkenni og áhrif Darmstadt og raftónlistar á tilurð hans.pdf4.09 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna