is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18883

Titill: 
  • Gönguhæfi umhverfis : forsendur gönguhæfis og tilviksathugun á Skeifunni
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Aukin áhersla er á vistvænar samgöngur í Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 og vilji til að gefa almenningssamgöngum, hjólandi og gangandi vegfarendum meira vægi. Til að gera sér grein fyrir gæðum og aðstöðu gangandi vegfarenda eru hér teknir saman þættir til mats á hugtakinu gönguhæfi (e. walkability). Helstu heimildir þeirra eru Life Between Buildings e. Jan Gehl, Shaping Neighbourhoods e. Hugh Barton, Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2013 og listi frá bandaríska samgöngumálaráðuneytinu, FHWA – Fedral Highway Administration.
    Út frá þessum þáttum var tekin tilviksathugun á Skeifunni, þar sem hún var metin með áherslum á almenningssamgöngur og gönguhæfi. Umhverfið var metið út frá heimsóknum á staðinn, kortum og loftmyndum. Skeifan kkom nokkuð vel út þegar hugað var að hversu langt þarf að fara til að sækja í almenningsgarða, almenningssamgöngur eða þjónustu. Hins vegar eru margvíslegir þættir í umhverfi Skeifunnar sem gera upplifun gangandi vegfarenda þar ekki jafn góða og óska mætti. Svæði innan Skeifunnar sem eru ekki almennilega skipulögð og einkennast af óreiðukenndu skipulagi, eru þar sérstaklega slæm og þyrftu aðhlynningar. Sé verið að gera lista til að meta gönguhæfi svæða, kom í ljós að mjög mismunandi niðurstöður geta komið úr könnun eftir því hvaða forsendur eru gefnar. Þannig segja fjarlægðir í þjónustu bara hálfa söguna ef ferðin að þeim er ekki ánægjuleg.

Samþykkt: 
  • 18.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18883


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gönguhæfi umhverfis - Ágúst Skorri Sigurðsson.pdf635.36 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna