is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18884

Titill: 
  • Að moldu skaltu aftur verða : um notkun náttúrulegs úrgangs í hönnun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er rannsakað hvernig hægt sé að nýta náttúruleg úrgangsefni í hönnun með það að leiðarljósi að slík efnisnotkun geti rennt stoðum undir sjálfbærni.
    Mannkynið er farið að vakna til meðvitundar um þá vá sem vofir yfir af völdum mengunar. Jörðin stendur ekki undir ómældri framleiðslu efna sem eyðast hægt og eru aðskotahlutir í náttúrunni. Einnig er gengið of nærri auðlindum hennar. Ef svo fer fram sem horfir er hætta á að þær gangi til þurrðar.
    Enginn hefur efni á að henda verðmætum. Enginn hefur heldur ráð á því að láta neitt fara til spillis. Samt sem áður er það svo að alls kyns aukaafurðir, sem verða til við framleiðslu eða framkvæmdir, eru ónýttar þrátt fyrir ýmsa eiginleika sem margir hverjir eru enn ókannaðir.
    Náttúruleg efni eru oftar en ekki æskilegri kostur en flest manngerð efni þar sem þau hafa þann eiginleika að geta samlagast náttúrunni. Fyrir iðnbyltingu voru þau nánast einu efnin sem í boði voru. Spurt er hvort hægt sé að fara að dæmi forfeðranna sem höfðu úr minna að moða en nútímamenn. Einnig er því velt upp hvor grundvöllur sé fyrir því að endurvekja og endurskapa slíka efnisnotkun. Ljóst er að nú á dögum höfum við tækniþekkingu og kunnáttu til að gera betur en forfeðurnir. Þegar hefur verið hafist handa við að ryðja brautina. Fjölmargir hönnuðir og hugsjónamenn vinna ötullega að því takmarki að finna not fyrir náttúruleg úrgangsefni. Vitundarvakning hefur átt sér stað. Ef maðurinn og þeir hlutir sem hann skapar verða aftur hluti af hringrás náttúrunnar í stað þess að vera þar eins og boðflennur eða aðskotahlutir þá er takmarkinu náð en það er heimur þar sem engin sóun á sér stað, ekkert fer til spillis og úrgangur er ekki til.

Samþykkt: 
  • 18.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18884


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
agusta-ba-aritgerd með myndum_lok.pdf642.25 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna