is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1888

Titill: 
  • Fólk með þroskahömlun og efri árin
Námsstig: 
  • Meistara
Höfundur: 
Útdráttur: 
  • Verkefni þetta fjallar um fólk með þroskahömlun og efri árin. Markmiðið er meðal annars að skoða aðstæður þeirra í dag, hvaða þjónustumöguleikar eru í boði og hvaða væntingar og óskir þau hafa um líf sitt. Það var unnið í tveimur hlutum, annars vegar var farin sú leið að kanna vel fræðilegar heimildir, aðrar rannsóknir, lagaramma og sögulega þróun. Hins vegar var gerð lítil rannsókn og viðtöl tekin við fólk með þroskahömlun um lífsaðstæður þeirra og hvernig þau vilja hafa líf sitt þegar þau eldast.
    Verkefnið byggir á niðurstöðum eigindlegrar rannsóknar sem unnin var veturinn 2007-2008. Lykilþáttakendur voru tveir, kona og karl með þroskahömlun og við þau voru tekin einstaklingsviðtöl. Auk þess voru tekin viðtöl við rýnihóp og tóku sex einstaklingar með þroskahömlun af báðum kynum þátt í þeim. Þátttakendur voru á aldrinum 51-73 ára.
    Helstu niðurstöður gefa til kynna að bakgrunnur og lífshlaup þátttakenda hefur verið ólíkt ef miðað er við ófatlaða jafnaldra þeirra og að fólk með þroskahömlun lítur oft öðruvísi en þeir á hugtakið aldur. Það er ekki mjög upptekið af aldri og ellinni og lítið hefur verið rætt við það um efri árin og undirbúning þeirra. Þátttakendur eru flestir sammála um mikilvægi þess að hafa val, að geta búið heima eins lengi hægt er og að ekki eigi að byggja upp stofnanaþjónustu fyrir aldrað fólk með þroskahömlun. Þeir taka lítinn þátt í almennri þjónustu fyrir eldri borgara og þekkja varla til möguleikanna sem bjóðast þar.
    Í verkefninu kemur skýrt fram hvað viðhorf og skilningur á fötlun hafa haft mikil áhrif á lagasetningar og þjónustu fyrir fólk með þroskahömlun í gegnum tíðina og hvað það skiptir miklu máli hvernig hugtök eins og fötlun, aldur og þroskahömlun eru skilgreind því sá skilningur hefur mikil áhrif á viðhorf fólks og mótar þjónustuna.
    Lykilorð: Fólk með þroskahömlun.

Athugasemdir: 
  • M.Ed. í þroskaþjálfafræði
Samþykkt: 
  • 12.9.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1888


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Fólk með þroskahömlun og efri árin.pdf620.42 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna