is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18891

Titill: 
  • Samfélagsgerð og uppeldishættir foreldra
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur ritgerðarinnar er að vekja athygli á ólíkum samfélögum með tilliti til uppeldisáherslna foreldra. Leitast var við að svara spurningunni: hvernig getur samfélagsgerð endurspeglast í uppeldisaðferðum foreldra? Stuðst var við þær uppeldisaðferðir sem Diana Baumrind hafði áður fundið og nokkur samfélög skoðuð eftir því hvort þau voru einstaklingshyggju eða samfélagshyggju samfélög með hliðsjón af uppeldisáherslum Baumrind. Íslenska samfélagið hefur þróast mikið á frá því það var bændasamfélag og hafa uppeldishættir foreldra farið úr því að vera harðneskjulegir og kuldalegir yfir í nokkuð skipulagðar uppeldisaðferðir. Lífsbaráttan hér á árum áður hafi mikið að segja um það uppeldi sem oft tíðkaðist þá. Einnig sýndu rannsóknir að uppeldisaðferðir foreldra voru mismunandi eftir menningu þeirra og samfélagi þar sem ólík gildi, venjur, siðir og viðmið ríktu sem höfðu áhrif á uppeldisviðhorf foreldranna. Þessi ritgerð sýnir að opna þarf umræðuna um menningarmun á uppeldisaðferðum foreldra og að mikilvægt sé að skoða bakgrunn, samfélag og menningu hvers og eins til þess að einstaklingar og fagfólk sem vinna með börnum af erlendum uppruna geti mætt foreldrum með skilningi og þekkingu.

Samþykkt: 
  • 18.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18891


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Samfélagsgerðoguppeldishættir.pdf721.57 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna