is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18893

Titill: 
  • Líf eftir íþróttaferilinn : umskiptin, erfiðleikar og þjónusta
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Undanfarin ár hefur hávær umræða um tengsl fjárhags, þunglyndis og sjálfsvíga íþróttafólks í kjölfar íþróttaferilsloka verið þónokkur. Rannsóknir á sviði umskipta úr íþróttum eru af skornum skammti og hafa ekki fengið viðeigandi athygli. Umskiptunum geta fylgt misalvarlegar lífsbreytingar þar sem undirbúningur og sérhæfð stuðningsþjónusta getur skipt sköpum hvað varðar alvarleika. Síðustu ár hefur verið uppvöxtur í gerð undirbúningsáætlana fyrir íþróttafólk og innleiðingu sérhæfðrar stuðningsþjónustu en megintilgangur rannsóknarritgerðarinnar er að skoða hvert aðgengi íþróttafólks er að slíkri aðstoð og hvaða sálfræðilegu erfiðleikar geta fylgt í kjölfar íþróttaferilslokar.
    Kvíði, þunglyndi og sjálfsmorðstilraunir er aðeins hluti af þeim erfiðleikum sem margt fyrrum íþróttafólk kljást við í umskiptunum og þrátt fyrir vaxandi vitund í íþróttaheiminum þá er enn mikill skortur á sérhæfðri þjónustu fyrir íþróttafólk, meðal annars vegna ótta þjálfara við truflun einbeitingar á komandi mótum og keppnum. Með aukinni innleiðingu íþróttasálfræðinga í íþróttir má áætla betri aðlögun íþróttafólks úr íþróttum, færri tilfelli alvarlegra erfiðleika og meiri ánægju að aðlögun lokinni.

Samþykkt: 
  • 18.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18893


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Heildarlokaverkefni.pdf466.81 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna