is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18898

Titill: 
  • Skiltamálun og óhefðbundnir auglýsingamiðlar : nýting þeirra í markaðsheimi nútímans
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í nútímasamfélagi er sífellt mikilvægara að auglýsingaherferð skeri sig úr því flóði auglýsinga sem dynur á almenningi. Ritgerðin fjallar um hvernig óhefðbundnar auglýsingaherferðir eða skæruliðaherferðir hafa sýnt og sannað að þær vekja athygli á annan hátt en hefðbundnar aðferðir. Skiltamálun er rótgróinn iðnaður í Bandaríkjunum sem fékk slæma útreið vegna tæknibyltingar í prentiðnaði, vínyldúkaprents og aukningu í tölvugrafík. Á síðustu árum hefur þó orðin ákveðin vitundarvakning um gildi skiltamálunar sem iðngreinar og virðast fyrirtæki vera að nýta sér þessa þjónustu í síauknu mæli við gerð skæruliðaherferða. Áhugaverð tækifæri felast í því að nýta sér skiltamálun í skæruliðaherferðum og þá ekki síst að nýta vinnuferlið sjálft, það er að segja; það ferli sem á sér stað við þegar auglýsingar eru málaðar beint á vegg. Ferlið laðar að sér áhorfendur sem deila auglýsingunni á samfélagsmiðlum sbr. Twitter og Facebook. Markmiðið með þessari ritgerð er að skoða möguleika skiltamálunar sem hluta af óhefðbundinni auglýsingaherferð í nútímasamfélagi, þar sem sífelldar tækninýjungar hafa áhrif á umhverfi okkar, en einnig rannsaka hvernig samfélagsmiðlabyltingin hefur gefið þessari iðngrein meira vægi. Lítið er til af útgefnu efni um skiltamálun og við gerð ritgerðarinnar var því helst notast við greinar, markaðsrannsóknir, fréttaflutning og viðtöl. Í ritgerðinni eru tekin dæmi um auglýsingaherferðir sem hafa nýtt sér nútíma skiltamálun á síðustu árum. Fjallað er um hverskonar fyrirtæki velja sér þjónustu skiltamálara og árangur herferðanna skoðaður. Einnig hvaða áhrif þær hafa á ímynd fyrirtækisins eða vörunnar. Ritgerðin leiddi í ljós að mikilvægir möguleikar leynast í skiltamálun og hvernig hægt er að innleiða aðferðir skiltamálunar við gerð óhefbundinna auglýsingaherferða. Lítið hefur verið notast við skiltamálun í auglýsingaherferðum á Íslandi en þess vegna má sjá tækifæri hér á landi til að markaðsetja fyrirtæki eða vöru á nýjan og áhugaverðan hátt. Í litlu samfélagi, líkt og á Íslandi, er auðvelt er nýta samfélagsmiðla til að vekja áhuga almennings.

Samþykkt: 
  • 18.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18898


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_Ohefdbundnir_Auglysingamidlar.pdf8.13 MBLokaður til...01.01.2050HeildartextiPDF