ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Akureyri>Heilbrigðisvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/189

Titill

Þátttaka og sjálfræði einstaklinga með mænuskaða : rannsóknaráætlun

Útdráttur

Einstaklingar sem búa við fötlun af einhverju tagi hafa oft þurft að berjast fyrir þátttöku og sjálfræði í gegnum tíðina. Sjálfræði er nauðsynlegur þáttur í tengslum við þátttöku í samfélaginu. Sjálfræði er mikilvægur hluti af lífi flestra og ef einstaklingar eiga við fötlun eða langvinnan sjúkdóm að stríða getur það verið í hættu. Sjálfræði tengist því að geta tekið ákvarðanir í eigin lífi án takmarkana og er meðal annars að geta ákveðið hvenær og hvernig einstaklingurinn klæðir sig. Það sem einstaklingurinn þarf að hafa til þess að öðlast þesskonar sjálfræði er ákveðin líkamleg færni sem gerir honum kleift að framkvæma þær athafnir sem hann hefur ákveðið að gera. Tilgangur rannsóknarinnar er að afla upplýsinga um hvernig einstaklingar með mænuskaða meta möguleika sína á þátttöku og sjálfræði. Að hve miklu leyti þeir upplifa takmarkanir á þátttöku og sjálfræði sem vandamál og hvort matstækið Áhrif á Þátttöku og Sjálfræði (ÁÞS) hafi notagildi í íslenskri þýðingu. Þýði rannsóknarinnar eru allir einstaklingar 18 ára og eldri sem hafa orðið fyrir mænuskaða og verið í endurhæfingu á sérhæfðari endurhæfingadeild á íslandi á tímabilinu 1975 – 2005, útskrifast heim og búið heima í a.m.k. 6 mánuði. Áhrif á Þátttöku og sjálfræði er spurningalisti og hefur hann verið þýddur af höfundi þessarar rannsóknaráætlunar með beinni þýðingaraðferð og er nú tilbúin til þýðingar á vegum sérfræðinefndar. Aflað verður upplýsinga um notagildi íslensku þýðingarinnar með spurningalista sem samin var sérstaklega fyrir rannsóknina. Vænta má að niðurstöður rannsóknarinnar gefi vísbendingar um hvernig styðja megi einstaklinga í endurhæfingu til aukinnar þátttöku í samfélaginu og til aukins sjálfræðis. Einnig gefa þær upplýsingar um notagildi íslenskrar þýðingar ÁÞS.
Lykilhugtök: Þátttaka, sjálfræði, mænuskaði, matstæki og fötlun.

Athugasemdir

Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri

Samþykkt
1.1.2006


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
maenuskadi.pdf838KBTakmarkaður Þátttaka og sjálfræði einstaklinga með mænuskaða - heild PDF  
maenuskadi_e.pdf85,0KBOpinn Þátttaka og sjálfræði einstaklinga með mænuskaða - efnisyfirlit PDF Skoða/Opna
maenuskadi_h.pdf116KBOpinn Þátttaka og sjálfræði einstaklinga með mænuskaða - heimildaskrá PDF Skoða/Opna
maenuskadi_u.pdf106KBOpinn Þátttaka og sjálfræði einstaklinga með mænuskaða - útdráttur PDF Skoða/Opna