is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18905

Titill: 
  • Skóli án aðgreiningar : viðhorf og reynsla foreldra fatlaðra barna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar ritgerðar er að skoða hvert viðhorf foreldra fatlaðra barna sé til skóla án aðgreiningar. Gerð var eigindleg viðtalsrannsókn og er markmiðið með rannsókninni að koma upplifun, tilfinningum og reynslu foreldra fatlaðra barna til skóla án aðgreiningar á framfæri. Eftirfarandi rannsóknarspurning er höfð að leiðarljósi: “Hvert er viðhorf foreldra fatlaðra barna til skóla án aðgreiningar”.
    Við rannsókn þessa var notast við eigindlegar rannsóknaraðferðir sem byggjast á opnum viðtölum. Rætt var við foreldra barna með fatlanir og aflað frekari gagna úr skriflegum heimildum. Viðtölin voru þrjú og voru viðmælendur foreldrar þriggja drengja með fatlanir.
    Tveir af drengjunum voru í almennum grunnskóla en einn hafði lokið grunnskólagöngu í sérdeild almenns grunnskóla. Stefna í menntamálum á Íslandi í dag er að skólar starfi samkvæmt stefnunni skóla án aðgreiningar en hún gengur út á að nemendur fái nám við hæfi og getu hvers og eins. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að samkvæmt upplifun foreldra sé ýmislegt ábótavant í skóla án aðgreiningar. Meðal annars töldu foreldrar drengjanna vanta upp á félagslegt jafnræði, það er að segja að hafa valið um að eignast vini á jafningjagrundvelli. Allir foreldarnir voru sammála um að mikið þroskabil hefði myndast á milli jafnaldra drengjanna í lok fjórða bekkjar.

Samþykkt: 
  • 18.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18905


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Björg_Maggý_Pétursdóttir_BA_ritgerð.pdf714.47 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna