is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18915

Titill: 
  • Gagnvirkar lausnir íslenskra dagblaða
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Snjallsímar, spjaldtölvur og sér í lagi internetið hafa skapað ný tækifæri í framsetningu á grafísku efni. Viðhorf fólks er að þróast í takt við auknar tækniframfarir og flest fyrirtæki fylgja þeim eftir með því að aðlaga sig að þeim framförum. Dagblöðin eru líklega í áhugaverðustu stöðunni þar að mati höfundar. Í þessari ritgerð verða gagnvirkar lausnir dagblaða skoðaðar með áherslu á þau íslensku. Dagblöð samtímans og staða íslensku blaðanna verða tekin fyrir og einnig verður rýnt í nokkrar erlendar fyrirmyndir. Höfundur framkvæmdi einnig viðhorfskönnun þar sem lestur fólks og viðhorf gagnvart bæði prentuðum og stafrænum dagblöðum var rannsökuð. Því var eftirfarandi rannsóknar-spurning höfð að leiðarljósi við þessa rannsókn: Hafa gagnvirkar lausnir íslenskra dagblaða haft áhirf á lestur og eða viðhorf til prentuðu útgáfunnar? Í ljós kemur að þær lausnir hafa vissulega haft áhrif á prentmiðilinn, en ekki í jafn ríkum mæli og oft er haldið fram. Íslensk dagblöð eru ekki að nýta sér til fullnustu þá möguleika sem bjóðast í stafrænum miðlunarleiðum og því er ekki hægt að segja að þær lausnir hafi haft áhrif á prentuðu útgáfurnar. Vissulega hefur þó internetið og þær fréttir sem fást þar án endurgjalds haft töluverð áhrif. Enn virðist þó vera eftirspurn eftir dagblöðum á prentuðu formi. Það er þó nokkuð ljóst að þau dagblöð sem kjósa ekki að nýta sér þær gagnvirku lausnir til fullnustu, munu að öllum líkindum fjara út.

Samþykkt: 
  • 18.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18915


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd_DavidArnar.pdf2.84 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna