is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18919

Titill: 
  • Upplifun íslenskra mæðra á tengslauppeldi : „þetta er með því fallegra sem ég get gefið börnum mínum“
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Umræða um uppeldishætti á Íslandi er takmörkuð. Nýlega hefur áhugi vaknað á tengslauppeldi (e. attachment parenting). Þar sem áhersla er lögð á að fylgja innsæi sínu og bera virðingu fyrir barni sínu sem sjálfstæðum einstakling með skoðanir og tilfinningar. Boðskapur tengslauppeldis er að mannverunni er eðlislægt að annast barn sitt en áhrif frá umhverfinu geta skert dómgreindina. Lestur bóka og umhugsun um eigið uppeldi og uppeldisaðferðir sem foreldri vill tileinka sér styrkir foreldra í hlutverki sínu. Með því að vita að þeir eru að gera er rétt hafa foreldrar aukið traust á sjálfan sig og geta þar með betur komið til móts við þarfir barna sinna. Meginmarkmið rannsóknarinnar er að skyggnast inn í upplifun íslenskra mæðra á tengslauppeldi og hvað í því felst í daglegu lífi.
    Eigindleg rannsóknaðferð var notuð við gagnasöfnun og úrvinnslu gagna. Tekin voru viðtöl við fimm íslenskar mæður sem eiga það sameiginlegt að aðhyllast tengslauppeldi. Við gagnagreiningu kom í ljós sjö þemu og tvö undirþemu. Þemun eru: Virðing, öryggi, innsæi, þekking og meðvitund, viðhorf og undir því er heilsugæslan og vinir og vandmenn, uppeldi viðmælenda og tengslauppeldi er enginn sértrúarsöfnuður.
    Upplifun mæðranna er sú að þeim líður vel og eru sjálfsöruggar með uppeldið sem þær eru að veita börnum sínum. Þær hafa ígrundað vel og aflað sér þekkingar um leiðir sem þær vilja tileinka sér. Mæðurnar sjá mun á börnum sínum, þeim þykir börnin sín einstaklega sjálfstæð og samúðarfull.

Samþykkt: 
  • 18.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18919


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokalokaeintak-BA-5.pdf1.1 MBOpinnPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Við viljum hafa efni ritgerðarinnar lokað. Forsíða, ágrip, formáli, efnisyfirlit og heimildaskrá má vera opið.