is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1891

Titill: 
  • Umhyggja í leikskóla : viðhorf og starf leikskólakennara
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Meginmarkmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á þátt umhyggju við menntun barna í leikskóla. Áhersla er lögð á að fá fram skilning leikskólakennara á hugtakinu umhyggja og skoða hvernig umhyggja birtist í starfinu með börnum í leikskóla.
    Rannsóknin fór fram í tveimur leikskólum, þátttakendur voru leikskólakennarar, leiðbeinendur og stjórnendur leikskólanna. Við rannsóknina var beitt nálgun eigindlegrar rannsóknar. Gögnum var safnað með myndbandsupptökum. Einnig voru tekin einstaklingsviðtöl við átta leikskólakennara og leiðbeinendur og hópviðtöl við tvo rýnihópa þar sem tólf stjórnendur leikskólanna tveggja tóku þátt.
    Meginniðurstöður rannsóknarinnar eru að þátttakendur telja umhyggju vera undirliggjandi í öllu starfi leikskólans, rauða þráðinn í því. Leikskólakennararnir telja að mikilvægi blíðra brosa og hlýrra faðmlaga sé vanmetið í starfinu í leikskólanum. Það skipti verulegu máli fyrir vellíðan barnsins og hæfni þess til að nema úr umhverfinu að því sé mætt af hlýju og virðingu. Menntun geti ekki átt sér stað án umhyggju, þetta tvennt sé samtvinnað. Þeir leikskólakennarar og leiðbeinendur, sem tóku þátt í rannsókninni, virðast vera meðvitaðir um mikilvægi umhyggju fyrir félagslegan og vitrænan þroska barna og töldu umhyggju vera forsendu þess að barn geti lært og þroskast af eigin verðleikum. Hugtökin umhyggja og umönnun virðast víða vera notuð jöfnum höndum í leikskólaumhverfinu. Viðmælendur mínir gerðu þó flestar greinarmun á hugtökunum þannig; umönnun felst í líkamlegri umhirðu á meðan umhyggja felst í viðhorfum og afstöðu til barna. Mikilvægt er að mati þátttakenda að leikskólinn sé vettvangur fyrir opna umræðu þar sem allir fái tækifæri til að ígrunda starfið og viðhorf sín, því það sem einum finnst vera umhyggja þarf ekki að líta þannig út hjá öðrum. Því sé nauðsynlegt að vera vakandi og spyrja sjálfan sig: hvað er ég að gera, hvers vegna og fyrir hvern?
    Lykilorð: Umhyggjusamur leikskólakennari, menntandi umhyggja.

Athugasemdir: 
  • M.Ed. í uppeldis- og menntunarfræði
Samþykkt: 
  • 12.9.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1891


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MEd-Sigridur_Sita_Umhyggja_210508.pdf660.46 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna