is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18922

Titill: 
  • Hefur fatlað fólk raunverulegt val um hvar það vill búa?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Höfundur: 
Útdráttur: 
  • Hefur fatlað fólk raunverulegt val um hvar það vill búa er lokaverkefni höfundar til B.A. prófs við Menntavísindasvið í þroskaþjálfafræðum við Háskóla Íslands á vorönn 2014. Verkefnið er fræðilegt og fjallar um búsetumál fatlaðs fólk á Íslandi. Í verkefninu eru skoðuð lög, reglur, sáttmálar og skyldur sem ríkið hefur skuldbundið sig til að fylgja eftir í þjónustu við fatlað fólks. Farið verður yfir sögulega þróun löggjafa á þessu sviði og niðurstöður úr nýjustu rannsóknum og könnunum sem lýsa stöðunni í búsetumálum fatlaðs fólks á Íslandi í dag.
    Tilgangurinn með þessu verkefni var að skoða hvort þjónustan sem fötluðu fólki stendur til boða í dag sé í samræmi við núgildandi stefnu í málefnum fatlaðra, mannréttindasáttmála, lög og reglugerðir varðandi búsetumál fatlaðs fólks. Niðurstöður verkefnisins gefa til kynna að búsetumál fatlaðs fólks séu ekki í takt við núgildandi lög, sáttmála eða gildandi hugmyndafræði. Fatlað fólk verður fyrir alvarlegum mannréttindabrotum og er það skylda samfélagsins og stjórnvalda að bregðast við og leiðrétta þessa alvarlegu stöðu sem blasir við í búsetumálum fatlaðs fólks.

Samþykkt: 
  • 18.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18922


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA lokaskjal 5.5.pdf573.01 kBLokaður til...16.05.2090PDF