is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18926

Titill: 
  • Hin örþunna lína milli vinnu og heimilis : atvinnuþátttaka að loknu fæðingarorlofi : samhæfing ólíkra þátta.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þrátt fyrir háa fæðingartíðni á Íslandi, liggur fyrir sú staðreynd að íslensk stjórnvöld leggja minna fé til velferðarmála en nágrannaþjóðir okkar, þá einkum og sér í lagi til málefna er varða börn og fjölskyldur þeirra. Aðildarríki Sameinuðu þjóðanna, sem Ísland er hluti af, skulu gera allar viðeigandi ráðstafanir til að tryggja að börn þeirra foreldra sem stunda atvinnu fái notið góðs af þjónustu og aðstöðu til umönnunar barna. Ólíkt Norðurlöndunum hafa íslenskir foreldrar engan rétt til dagvistar barna sinna eftir að lögbundnu fæðingarorlofi þeirra lýkur, þrátt fyrir að íslenskir foreldrar séu með lengri vinnuviku og hærri atvinnuþátttöku en gerist hjá nágrannaþjóðum. Markmiðið með verkefninu er að kynnast upplifun og reynslu mæðra af fæðingarorlofi og umönnun barna sinna ásamt því að fá innsýn í reynslu þeirra af því að brúa bilið sem skapast frá lokum fæðingarorlofs og að leikskólaaldri barna þeirra. Framkvæmd var eigindleg rannsókn þar sem tekin voru viðtöl við sex mæður sem áttu það sameiginlegt að vera á atvinnumarkaði og eiga ung börn. Niðurstöðurnar eru þær að mæðrunum finnst erfitt að brúa bilið frá lokum fæðingarorlofs og að leikskólaaldri barna þeirra. Þær vilja val þegar kemur að ráðstöfun fæðingarorlofs og dagvistunarúrræðum. Allar mæðurnar töldu að ungbarnaleikskólar myndu fyrst og fremst þjóna hagsmunum foreldra en ekki barna.

Samþykkt: 
  • 18.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18926


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Drífa Sveinbjörnsdóttir og Karen Kjartansdóttir.pdf629.25 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna