is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Lagadeild > Lokaverkefni í lagadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18941

Titill: 
  • Gjaldtaka á börnum : hvers vegna skilgreina einkafyrirtæki, stofnanir og hið opinbera, börn á annan hátt en löggjafinn þegar kemur að gjaldskrargerð?
  • Titill er á ensku Charging a minor : why do private and public institutions, use a different definition of the term child/minor than provided in the legislation when it comes charges in relations to minors
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í lokaverkefni þessu mun höfundur leitast við að rannsaka hvers vegna einkafélög, sveitarfélög og hið opinbera skilgreina börn á skjön við löggjafann þegar kemur að gjaldskrágerð. Fyrri hluti ritgerðar fer í að skoða löggjafann sem setur lög og reglurgerðir um börn og þær stofnanir sem vinna að bættum réttindum barna á Íslandi. Farið verður í öll helstu lagasöfn sem snúa að réttindum barna og unglinga og skoðað hvort að ekki sé samræmi í þeim þegar kemur að því að skilgreina hvernær barn telst vera barn samkvæmt lögum. Seinni hluti ritgerðarinnar fer í að skoða gjaldskrár flugfélaga, kvikmyndahúsa, sundlauga og skíðasvæða og hvers vegna þessi fyrirtæki notast við sínar eigin gjaldskrár þegar kemur að börnum en er ekki skylt að fara eftir skilgreiningu löggjafans. Í lokin er farið í skattskyldu barna, húsaleigubætur og skólastyrki fyrir börn og hvernig starfsreglur í kringum þá þætti eru á skjön við þau lög sem skilgreina börn sem börn til 18 ára aldurs. Skemmst er frá því að segja að það er ekkert í löggjafanum sem meinar fyrirtækjum og stofnunum að vinna gjaldskrár sínar eftir sínum eigin vinnureglum og eru þau ekki bundin við nein lög né reglugerðir frá löggjafanum til að miða þær við lögræðisaldur. Sveitarfélögum er meðal annars gefin heimild í lögum um sveitarfélög að stjórna sínum gjaldskrám sjálf.

Samþykkt: 
  • 18.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18941


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Júlía Guðmundsdóttir - bs ritgerð.pdf752.79 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna