is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18951

Titill: 
  • „Hjólið sem ískrar mest fær alla smurninguna“ : viðhorf foreldra til skóla án aðgreiningar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hugmyndafræðin „skóli án aðgreiningar“ eða „skóli fyrir alla“ hefur öðlast sífellt meiri vinsældir á síðustu áratugum og íslenskt stjórnvöld hafa samþykkt að vinna eftir þessari hugmyndafræði. Í þessu verkefni er leitast við að fá innsýn í hvernig til hefur tekist og hvernig hefur gengið að vinna eftir þessari hugmyndafræði í skólakerfinu. Við könnuðum viðhorf foreldra grunnskólabarna til þessarar stefnu og rýndum í rannsóknir sem þegar hafa verið gerðar á viðfangsefninu. Tekin voru viðtöl við tvær mæður sem eiga börn á grunnskólaaldri. Mæðurnar hafa ólíkan bakgrunn auk þess sem börn þeirra eru ólík, annað barnið er í almennum skóla en hin á barn í sérskóla. Gengið var út frá þremur meginspurningum sem tengdust viðhorfum þeirra til skóla án aðgreiningar. Helstu niðurstöðurnar eru á þá leið að mæðurnar hugsuðu lítið um hugmyndafræðina sjálfa og vildu fyrst og fremst að börnum sínum liði vel, óháð því í hvaða skóla þau gengu. Blandaðir bekkir virtust skipta þær minna máli.

Samþykkt: 
  • 18.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18951


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.Ed Hjólið sem ískrar mest fær alla smurninguna Guðný Maja Riba og Sigríður Gunnarsdóttir.pdf573.89 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
skemman.pdf87.76 kBTakmarkaðurPDF