is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18962

Titill: 
  • Brúðuleikhús sem námstæki og frásagnaraðferð : átaksverkefni gegn líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi gagnvart börnum.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í skýrslunni er leitast við að varpa ljósi á ávinning leiksýningarinnar Krakkarnir í hverfinu. Brúðuleikhúsið Krakkarnir í hverfinu er leikþáttur þar sem brúður eru notaðar til að fræða börn um ofbeldi og mikilvægi þess að segja frá því. Markmið rannsóknarinnar er að kanna hvort og þá hvaða áhrif leiksýningarnar hafa haft á skólasamfélagið. Leitast verður svara við þessum rannsóknarspurningum: Hvaða áhrif hefur sýningin haft á skólasamfélagið og einstaka nemendur út frá gögnum leikstjóra Brúðuleihússins? Er hægt að sjá mun á tilfellum á milli ára, bæði varðandi fjölda og mun á milli kynja út frá gögnunum?
    Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að það er mikið ofbeldi í gangi gagnvart börnum á Íslandi og hefur sýningin þau áhrif að hún opnar umræðuna og auðveldar börnum að segja frá ofbeldinu. Einnig benda niðurstöður rannsóknarinnar til þess að sýningin hefur haft mikil áhrif á skólasamfélagið að því leyti að kennarar eru meðvitaðri um hvernig þeir eigi að bregðast við ef upp kemst um ofbeldi í kjölfar sýninganna Krakkarnir í hverfinu.
    Samkvæmt niðurstöðum skýrslnanna var töluverð fjölgun á milli ára á tilfellum um grun um að barn hafi orðið fyrir ofbeldi, alls komu fram 100 tilfelli árið 2012 en árið 2013 komu fram 201 tilfelli. Þó verður að hafa í huga að mun fleiri sýningar voru sýndar árið 2013 heldur en árið 2012 og því ekki hægt að segja nákvæmlega til um hversu mikil raunveruleg aukning er. Bæði árin var algengara að strákar yrðu fyrir ofbeldi en árið 2012 voru 44 tilfelli þar sem um var að ræða stráka en 31 tilfelli þar sem um var að ræða stelpur. Alls voru 25 tilfelli þar sem ekki var greint frá kyni barns. Árið 2013 voru 72 tilfelli þar sem um var að ræða stráka en 63 tilfelli þar sem um var að ræða stelpur. Alls voru 66 tilfelli þar sem ekki kom fram kyn barns. Ljóst er að mikil vitundarvakning hefur orðið í skólasamfélaginu um það ofbeldi sem börn verða fyrir og samkvæmt gögnunum sem safnað var hefur sýningin haft vekjandi áhrif á kennara og sérfræðinga.

Samþykkt: 
  • 18.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18962


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Guðrún_Edda_Bjarnadóttir_BA_ritgerð.pdf1.01 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna