is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18967

Titill: 
  • Hvernig hafa bakgrunns- og áhættuþættir áhrif á atvinnuþáttöku nemenda
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Á undanförnum árum hefur mikið verið talað um brottfall úr íslenskum framhaldsskólum og ástæður þess í þjóðmálaumræðunni. Jafnframt hafa íslensk ungmenni farið snemma út á vinnumarkaðinn og mig langaði að athuga hvort að tengsl væru milli brottfallsins og þeirrar staðreyndar að íslensk ungmenni fara snemma út á vinnumarkaðinn. Ég hef sjálf kynnst ólíkri menningu og mig langaði að skoða atvinnuþátttöku og áhættuþætti ungmenna í ólíkum menningarheimum. Jafnframt athuga ég hvort að bakgrunnsþættir eins og uppeldi og kynferði hafi áhrif á það hvenær ungmenni fara að vinna. Í ritgerðinni fjalla ég um mikilvægi eiginleikanna skuldbinding og trú á eigin getu í sambandi við atvinnuþátttöku nemenda. Ég aflaði heimilda við gerð ritgerðarinnar með því að lesa fræðigreinar og kynna mér kenningar fræðimanna sem fjalla um uppeldis- og menntunarfræði. Ég skoðaði einnig rannsóknir sem fjalla um atvinnuþátttöku ungmenna, ég skoðaði meðal annars rannsókn Margrétar Einarsdóttur sem nýlega kom út. Merkilegt var að sjá hve mikill munur er á því hvenær ungmenni byrja að vinna með námi þegar horft var á menntunarstig foreldra. Hærra hlutfall ungmenna á aldrinum 13 – 15 ára byrjar að vinna á sumrin hafi foreldrar þeirra einungis grunnmenntun eða rúmlega 80 %. Séu foreldrar með háskólapróf lækkar hlutfallið niður í 67%. Atvinnuþátttaka ungmenna hefur misjöfn áhrif efir því hvort kynið á í hlut, strákar eru líklegri til að hætta í námi vegna atvinnutækifæra sem þeim bjóðast. Ef áhugi er fyrir hendi að vinna gegn því að einstaklingar festist í ákveðinni stétt er vert að hafa ofangreind atriði í huga. Þau ungmenni sem eiga menntaðri foreldra eru líklegri til að ljúka námi því viðhorf foreldra þeirra til náms og vinnu með námi er þeim gagnlegt.

Samþykkt: 
  • 18.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18967


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð 6.maí Guðrún Mark.pdf599.79 kBLokaður til...20.05.2135HeildartextiPDF