is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18970

Titill: 
  • Líkamlegt atgervi leikmanna í tveimur körfuknattleiksliðum á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari rannsókn var líkamlegt atgervi körfuknattleiksmanna í liðum í fyrstu deild og efstu deild á Íslandi kannað. Einnig var kannaður munur á líkamlegu atgervi milli bakvarða og framherja. Þeir þættir sem voru kannaðir á líkamlegu atgervi voru fjórir: hraði var mældur með 30 metra hraðaprófi, uppstökk var mælt með uppstökksprófi með armsveiflu, framstökkskraftur var mældur með þrístökksprófi á öðrum fæti og loftháð úthald var mælt með Yo-Yo IR1 þolprófi. Rannsóknarspurningar voru tvær: „hversu mikill munur er á líkamlegu atgervi á milli liða í úrvalsdeild og fyrstu deild í körfuknattleik karla á Íslandi?“ og „hver er munur á samanburði á líkamlegu atgervi á milli bakvarða og framherja í úrvalsdeild og fyrstu deild í körfuknattleik karla á Íslandi“. Leikmenn (n=16) úr liðum Stjörnunnar og Breiðabliks voru fengnir til mælinga í þeim tilgangi að gera samanburð á milli liðanna. Leikmenn voru mældir í 30 metra hlaupaprófi fyrir hraða, uppstökksprófi fyrir hæð sem stokkin er, þrístökki á öðrum fæti fyrir lengd og Yo-Yo IR1 þolprófi. Leikmenn Stjörnunnar sýndu að meðaltali betri árangur í mælingunum en marktækur munur (p ≤ 0,05) var á niðurstöðum mælinga hjá liðunum í þrístökki á hægri og vinstri fæti og í þolprófi. Ekki fannst marktækur munur á milli liðanna í öðrum mælingum. Bakverðir sýndu að meðaltali betri árangur en framherjar í öllum mælingum en marktækur munur var á milli bakvarða og framherja í 30 metra hlaupaprófi. Ekki var um marktækan mun að ræða í öðrum mælingum. Vegna mismunandi ákefðarstigs við mælingar á liðunum er ekki hægt að fullyrða að jafn mikill munur sé á líkamlegu atgervi hjá liðunum og rannsóknin ber með sér.

Samþykkt: 
  • 18.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18970


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni í íþrótta- og heilsufræði.pdf849.98 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna