is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18972

Titill: 
  • Stuðningur og eftirfylgd við börn með lestrarvanda
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þetta lokaverkefni er bæði heimildarritgerð og rannsóknarverkefni til B. Ed gráðu. Við Menntavísindasvið Háskóla Íslands Rannsóknin fól í sér að fylgjast með fjórum börnum í 2. bekk í grunnskóla á landsbyggðinni. Val á þátttakendum var blandað hentugleika- og markmiðsúrtak. Fylgst var með framförum barnanna miðað við útkomu á skimunar og eftirfylgniprófum. Eins var fylgst með vinnu barnanna miðað við útkomu á skimunar- og eftirfylgniprófum. Einnig var fylgst með vinnu barnanna á vettvangi og tekin viðtöl við kennara og foreldra. Rannsóknarspurningum var ætlað að svara því hvort notkun mælitækja sé mikilvæg til að meta stöðu barna við upphaf lestrarnáms og hvort þörf sé á eftirfylgd með framförum og samstarfi við foreldra.
    Rannsóknin fór fram í grunnskóla sem notar Leið til læsis til að meta stöðu barna í lestri í 1. bekk, valin voru þrjú börn sem mælst höfðu í áhættuhópum og fjórða barnið var utan áhættuhóps í lestri. Rannsakandi safnaði niðurstöðum úr skimunum sem börnin hafa farið í og skoðuð var sú þróun sem hafði átt sér stað. Foreldrar barnanna voru beðnir um að svara spurningalista til að fá þeirra tilfinningu fyrir því hvort framfarir hefðu orðið á síðastliðnu hálfu ári og þeirra skoðanir á samstarfi við umsjónarkennara bekkjarins.
    Það kom í ljós að mælitæki líkt og skimunarpróf og eftirfylgnipróf Leiðar til læsis til að meta framfarir nemenda. Ef að niðurstöður koma slakari út en gert var ráð fyrir eru stigvaxandi inngrip gerð í kennslu og þá sérhæfðari matstæki nauðsynleg. Niðurstöður sýndu einnig að án mælitækja hafa kennarar ekki viðmið til að koma auga á erfiðleika nemenda í lestri og gott samstarf við foreldra er liður í því til að yfirstíga hindranir á vegi barna í lestrarnámi.

Samþykkt: 
  • 18.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18972


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skilaútgáfa B. Ed. lokaverkefni.pdf1.37 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna