is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18974

Titill: 
  • Hvað tekur við? : hvaða endurhæfing er í boði fyrir ungmenni á aldrinum 16-18 ára í Reykjanesbæ? Tillögur að úrræðum.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Verkefni þetta er 10 eininga lokaverkefni til B.A.- gráðu úr tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands. Markmiðið með verkefninu er að kynna mér úrræði ungmenna á aldrinum 16-18 ára í Reykjanesbæ eftir áfengis- og vímuefnameðferð. Í verkefninu er skoðað áhættuhegðun, áhrif vímuefnaneyslu og lausnir á þeirra vanda. Einnig var tekið viðtal við Maríu Gunnarsdóttir forstöðumann barnaverndarnefndar í Reykjanesbæ.
    Rannsóknarspurningin er „Hvaða endurhæfing er í boði fyrir ungmenni á aldrinum 16-18 ára í Reykjanesbæ? Einnig skoðaði ég og setti fram tillögur að úrræði til endurhæfingar í verkefninu. Verkefnið byggir á heimildum um úrræði í Reykjanesbæ, rannsóknum um áfengis- og vímuefnasýki, hvað hefur áður verið gert og kenningunum um hópavinnu, virkni, reynslunám og tómstundir. Fá úrræði eru í Reykjanesbæ til endurhæfingar eftir áfengis- og vímuefnameðferð fyrir þennan hóp og ekki geta allir nýtt sér þau. Tillaga mín að úrræði er hópavinna undir stjórn fagaðila eins og tómstunda- og félagsmálafræðings þar sem lagt er áherslu á virkni, reynslunám og tómstundir þá tómstundamenntun og tómstundaþjálfun. Bætt lífsgæði geta aukið batalíkur einstaklings sem er greindur með áfengis- og vímuefnasýki. Mikilvægt er fyrir samfélagið að árangur náist því áframhaldandi vímuefnaneysla ungmennis er dýr fyrir samfélagið allt og getur leitt til geðveiki eða dauða.
    Lykilorð: Reykjanesbær, ungmenni, áhættuhegðun, áfengis- og vímuefnasýki, hópavinna, virkni, reynslunám, tómstundir.

Samþykkt: 
  • 18.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18974


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA Lokaverkefni Hrafnhildur Gunnarsdóttir.pdf601.62 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna