is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18978

Titill: 
  • Félagsfælni : leiðir þroskaþjálfa til að sporna við félagsfælni og efla félagsfærni
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í störfum okkar sem stuðningsfulltrúar í grunnskólum undanfarin ár höfum við aðstoðað ýmsa nemendur með óskilgreind vandamál. Þegar við fræddumst um þau einkenni sem fylgja félagsfælni sáum við nokkra þessara nemenda í nýju ljósi og gerðum okkur grein fyrir að vinna hefði mátt með þá á annan hátt en gert var, því líklega hafi þeir þjáðst af félagsfælni. Tilgangur þessa verkefnis var því að velta fyrir okkur hvað þroskaþjálfar geta gert til að sporna við félagsfælni hjá börnum og benda á leiðir til þess að vinna með hana. Þetta er heimildaritgerð og öfluðum við heimilda á viðfangsefninu úr ýmsum áttum, meðal annars úr erlendum rannsóknum þar sem fáar rannsóknir hafa verið gerðar á Íslandi á félagsfælni hjá börnum. Tilgangur ritgerðarinnar er að benda á hversu mikilvægt er að börn nái góðum tökum á félagsfærni en það dregur úr líkum á félagsfælni. Tilgangurinn er einnig sá að taka saman á einn stað nokkrar af þeim leiðum sem þroskaþjálfar í grunnskólum geta beitt til að takast á við félagsfælni ef nemendur sýna merki um að þjást af henni. Þær leiðir sem við bendum á eru CAT-kassinn, Stig af stigi, bókin Hvað get ég gert við of miklar áhyggjur?, félagsfærnisögur og félagsfærnileikir. Við töldum mikilvægt að þroskaþjálfar hefðu aðgang að upplýsingum um allar þessar leiðir á einum stað.

Samþykkt: 
  • 18.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18978


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskil.pdf988.73 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna