is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18982

Titill: 
  • Tímabilaskipting íþróttaþjálfunar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Að ná árangri í íþróttum er samspil margra þátta. Hvernig staðið er að þjálfun íþróttamannsins skiptir máli og þar hjálpar til að þjálfarinn sé vel skipulagður og notist við markvissa áætlanagerð. Tímabilaskipt áætlanagerð veitir þjálfurum betri yfirsýn yfir ferli þjálfunar, markmiðasetningu og frammistöðu íþróttamannsins. Með þessu verkefni er kynnt tímabilaskipting íþróttaþjálfunar og hvernig mögulegt er að beita slíku fyrirkomulagi í skipulagi þjálfunar. Margir fræðimenn hafa fjallað um það efni, en Tudor O. Bompa hefur hvað mest rannsakað og skrifað um tímabilaskiptingu í þjálfun. Efni verkefnisins er að stórum hluta byggt á rannsóknum Bompa, sem og annarra fræðimanna. Með þessu verkefni vilja höfundar kynna tímabilaskiptingu íþróttaþjálfunar sem þjálfarar, íþróttamenn og aðrir geta stuðst við í framtíðinni. Í verkefninu er einnig að finna dæmi um tímabilaskipta ársáætlun fyrir lið í efstu deildum Íslands í handknattleik, knattspyrnu og körfuknattleik. Ársáætlanirnar ná yfir heilt þjálfunarár fyrrgreindra knattleikja sem er undirbúningstímabil, keppnistímabil og umskiptatímabil, þar sem þjálfunarmagn og ákefð hvers tímabils er tekið fyrir.

  • Útdráttur er á ensku

    Success in sports is an interaction of many factors. One of the vital factors is how the training is managed and an organized coach who makes use of a systematic plan can make a big difference. Using an annual plan provides the coach a better overview of the process of training, goal setting and performance of the athlete. This thesis will present theories of periodization as well as suggestions of how to apply them when structuring a training plan. Many scholars in this field have contributed to this subject, including Tudor O. Bompa who is a leading researcher in this field and whose work we will largely base our thesis on. With this thesis the authors will introduce periodization of training, thus providing coaches, athletes and others a reference point for the organization of their own training in the future. This thesis also includes examples of annual plans based on periodization for teams in the top divisions of basketball, football and handball in Iceland. The annual plans will cover an entire season of the aforementioned sports, which is the pre-season, season and transition period, during which training volume and intensity of each period will be introduced.

Samþykkt: 
  • 18.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18982


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaritgerð.pdf1.93 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna