is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18983

Titill: 
  • Sjálfræði og tjáskipti : lífssaga manns með fjölþætta skerðingu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi er B.A. verkefni í þroskaþjálfafræðum. Skoðað var fræðilegt efni sem viðkemur sjálfræði og tjáskiptum með mannréttindi fatlaðs fólks að leiðarljósi. Sögð er lífssaga manns með fjölþætta skerðingu og skoðað hvaða áhrif sjálfræði og tjáskipti hafa á líf fólks með fjölþættar skerðingar. Tekin voru eigindleg viðtöl við lífssögupersónuna og móður hans. Einnig voru óhefðbundin tjáskipti skoðuð og þá aðallega Bliss táknkerfið þar sem lífssögupersónan notar Bliss til tjáskipta. Niðurstöður ritgerðarinnar voru þær að tjáskipti eru nauðsynleg svo að einstaklingur njóti sjálfræðis. Einnig benda niðurstöður á að ef eintaklingar með skerðingar hafa óskert tjáskipti og aðgang að allri þeirri þjónustu sem þau þurfa til að vera með fullt sjálfræði, teljast þau ekki vera fötluð samkvæmt þeim hugmyndum um fötlun sem eiga að vera ríkjandi í dag. Það er skýrt að það er ekki raunveruleikinn og mörgu þarf að breyta svo fatlað fólk njóti fulls sjálfræðis og mannréttinda.

Samþykkt: 
  • 18.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18983


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskjal.pdf780.37 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna