is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18986

Titill: 
  • Að efla félagshæfni leikskólabarna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur verkefnisins er að vekja athygli á mikilvægi félagshæfni og hvaða aðferðir hægt er að nota til efla hana í leikskólastarfi. Í þessari umfjöllun er stuðst við þá skilgreiningu að félagshæfni sé hæfni einstaklings í félagslegum aðstæðum og skilningur hans á þeim. Jafnframt er fjallað um hugtakið samskiptahæfni, sem hér er skilgreint sem hæfni einstaklings í samskiptum. Í leikskóla er lögð áhersla á félagslegt nám barna og að þau læri í samvinnu við aðra og að starfshættir eiga að hvetja til samvinnu og samstarfs. Leikur er undirstaða leikskólastarfs og fara samskipti barna að mestu leyti fram í leik. Rannsóknir hafa sýnt fram á mikilvægi félagshæfni og að börn sem stríða við samskiptaerfiðleika séu líklegri til að eiga enn við vanda að stríða á unglings- og fullorðinsárum. Leikskólakennarar þurfa því að vera meðvitaðir um mikilvægi félagshæfni, þekkja aðferðir sem nota má til að stuðla að þróun félagshæfni í leikskólastarfi og líti á börn sem virka og sterka einstaklinga sem séu færir um að hafa áhrif á umhverfi sitt. Fjallað er um tvær ólíkar nálganir til að efla félagshæfni, skipulagðar aðferðir og aðferðir sem hægt er að grípa til í daglegu starfi. Skipulagðar aðferðir sem fjallað er um og hafa þann tilgang að efla félagshæfni eru að mestu byggðar á samvirkninámi og fara fram utan deilda leikskólans, með einu barni eða litlum barnahóp. Aðferðir sem hægt er að grípa til í daglegu leikskólastarfi eru margvíslegar og hægt er að notast við þær fyrirvaralaust í gegnum allt daglegt starf leikskóla, án þess að slíta uppeldisstarf úr samhengi. Í ljósi þessarar umfjöllunar þarf að styðja við félagshæfni leikskólabarna með sem fjölbreyttustu aðferðum og hafa þarfir hvers barns að leiðarljósi. Niðurstöður sýna fram á mikilvægi og áhrif félagshæfni og í ljósi þeirra er hægt að fullyrða að efling félagshæfni þurfi að vera til grundvallar í skipulagningu alls leikskólastarfs.

Samþykkt: 
  • 18.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18986


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BEDlokaverkefniAngantysdottir2.pdf512.27 kBOpinnPDFSkoða/Opna