is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18988

Titill: 
  • Hlutverk feðra : þróun og breytingar síðustu 50 árin
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um rannsóknir og skrif fræðimanna á þróun föðurhlutverksins og þá þætti sem stuðlað hafa að breytingum á því síðustu 50 ár. Eins er henni ætlað að varpa ljósi á mikilvægi feðra í lífi barna sinna og hver aðkoma stjórnvalda hefur verið í að styrkja feður til aukinnar þátttöku í uppeldi barna sinna. Leitast er við að svara rannsóknarspurningunum: Hver eru helstu uppeldishlutverk feðra í upphafi 21. aldar? Hvernig hefur hlutverk feðra þróast og breyst frá árinu 1960? Hvaða þættir hafa helst stuðlað að breytingum á hlutverki feðra? Niðurstöður benda til að hlutverk feðra hafi færst frá því að vera fyrirvinna fjölskyldunnar í að vera virkur þátttakandi innan fjölskyldunnar og í umönnun barna sinna. Feður sem taka virkan þátt í uppeldi barna sinna tengjast þeim tilfinningaböndum og hafa áhrif á þroska þeirra og velferð. Stefna stjórnvalda um sjálfstætt fæðingarorlof feðrum til handa virðist hafa haft jákvæð áhrif á þátttöku þeirra í uppeldi og menntun barna sinna. Þörf er á frekari rannsóknum á áherslum feðra í samskiptum við börn sín.

Samþykkt: 
  • 18.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18988


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni-lokaskil..pdf900.39 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna