is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18991

Titill: 
  • „Frá djamminu í Húsdýragarðinn“ : hvernig reynsla er það að vera ung móðir í háskólanámi?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessa verkefnis er að fá innsýn í líf ungra mæðra í námi sem þurfa á einhvern hátt að samtvinna líf sitt sem móðir, háskólanemi og sjálfstæð kona á Íslandi í dag. Rannsakandi skyggnist inn í líf kvenna í þessari stöðu og reynslu þeirra á því hvernig þeim tekst að samræma þessi margvíslegu hlutverk sín. Kannað er hvernig þær verja frítíma sínum, og þá aðallega hvort þær eyði einhverjum tíma í sig sjálfar. Fræðilegur bakrunnur verkefnisins byggir á kenningum og umfjöllunum hinna ýmsu fræðimanna um hvaða lífsstílsbreytingar eiga sér stað þegar kona verður móðir, hvað það er að verða fullorðinn, ásamt því að hugtakinu tómstundir eru gerð skil. Einnig er fjallað um þátttöku kvenna í tómstundum. Rannsóknin sjálf er eigindleg rannsókn þar sem tekin voru hálfopin einstaklingsviðtöl við þrjár ungar háskólamæður. Niðurstöður benda til þess að líf ungra mæðra í háskólanámi sé flókið og einkennist af tímaskorti. Jafnframt kemur fram í niðurstöðum að til þess að ungar mæður geti sinnt háskólanámi sínu þarf hún að búa við gott bakland og mikinn stuðning. Einnig leiddi rannsóknin í ljós að þrátt fyrir að fræðimenn tali um mikilvægi þess að mæður passi upp á að eyða tíma í sig sjálfar, setur unga háskólamóðirin sig sjálfa í síðasta sæti og gerir sér litla grein fyrir mikilvægi þess að rækta sjálfa sig sem einstakling.

Samþykkt: 
  • 18.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18991


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Frá djamminu í Húsdýragarðinn_lok.pdf302.74 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna