is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18995

Titill: 
  • Æskuminningar einstaklinga í afplánun : birtingarmyndir stimplunar : „ég upplifi mig alltaf svona pínu bara, einhvernveginn ekki alveg að fitta inn í normið“
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð gerir grein fyrir niðurstöðum eigindlegrar rannsóknar á upplifun einstaklinga í afplánun af æsku sinni og þeirri stimplun sem þeir urðu fyrir sem börn og hefur fylgt þeim allt fram til þessa dags. Markmið rannsóknarinnar er að veita innsýn í æskuminningar manna sem afplána nú dóma fyrir refsivert athæfi. Sjónum er sérstaklega beint að grunnskólaárunum og samskiptum þeirra við fjölskyldur, kennara og samnemendur í þeim tilgangi að athuga hvort hægt sé að benda á áhrif stimplunar í æsku. Rannsóknin var framkvæmd í fangelsinu á Litla Hrauni í febrúar og mars 2014 þar sem tekin voru viðtöl við fimm einstaklinga og framkvæmd ein þátttökuathugun.
    Helstu niðurstöður voru þær að upplifun viðmælenda af æskuárum sínum var helst til neikvæð. Þeir voru sammála um að samskipti hafi verið þeirra Akkilesarhæll. Hjá sumum voru samskiptaerfiðleikarnir mestir við foreldra eða stjúpforeldra, en hjá öðrum í skólanum og á meðal jafningja. Allir upplifðu viðmælendur sig sem frávik í æsku og að þeir hafi verið stimplaðir vegna þess. Almennt er notast við hugtakið óformleg stimplun þegar talað er um stimplun sem komin er frá foreldrum, kennurum eða jafningjum, en það er sú stimplun sem viðmælendur töldu sig einna helst hafa orðið fyrir. En einnig minntust þeir á formlegan stimpil sem þeir upplifðu af hálfu stofnana líkt og Barna- og unglingageðdeild ríkisins, lögreglunni og dómstólum.

Samþykkt: 
  • 18.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18995


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-ritgerð-Helga Rós Einarsdóttir skemman.pdf853.26 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna