is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18997

Titill: 
  • „Ég var ekki þátttatakandi“ : upplifun ungmenna af því að eiga stjúpforeldri
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Með hærri tíðni skilnaða hér á landi fylgja ýmis konar samsettar fjölskyldur. Þessi nýju fjölskyldutengsl geta verið flókin og mjög misjafnt hversu vel einstaklingar aðlagast þeim. Í því samhengi skipta samskipti innan stjúpfjölskyldna miklu máli. Hlutverk og skyldur stjúpforeldra eru ekki alltaf skýr og því getur verið vandasamt að sinna því hlutverki. Hagsmunir barna eru ofar öðrum, þess vegna verður ávallt að hafa það að leiðarljósi. Því er mikilvægt að skoða hvernig ungmenni upplifa slíkar breytingar í lífi sínu.
    Markmið verkefnisins er að kynnast upplifun og reynslu ungmenna af því að eiga stjúpforeldra. Eigindleg rannsókn var framkvæmd og viðtöl voru tekin við þrjú ungmenni sem öll áttu það sameiginlegt að eiga stjúpforeldra. Niðurstöður eru þær að upplifun viðmælenda var ólík, þeim gekk misvel að aðlagast nýjum tengslum en líklegt er að það tengist aldri og þroska ungmennanna þegar þessar nýju aðstæður urðu til. Annað sem kom skýrt í ljós var að þeim þótti mikilvægt að fá að vera hluti af heild, tilheyra fjölskyldu sinni áfram eftir breytingar. Þau upplifðu öll á einhverjum tímapunkti að fá ekki að vera með í atburðum sem þau hefðu viljað taka þátt í.

Samþykkt: 
  • 18.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18997


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð Helga Irma.pdf893.16 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna