is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19001

Titill: 
  • Fjölmenningarlegt leikskólastarf : hvað ber leikskólakennurum að hafa í huga þegar unnið er með fjölmenningarlegum barnahópi?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi er lokaverkefni okkar til fullnaðar B.Ed gráðu í leikskólakennarafræðum við Menntavísindasvið Háskóla Íslands árið 2014. Viðfangsefni ritgerðarinnar er fjölmenningarstarf leikskóla og fjölmenningarleg kennsla þar sem markmiðið er að svara spurningunni: Hvað ber leikskólakennurum að hafa í huga þegar unnið er með fjölmenningarlegum barnahópi? Leitast var við að svara spurningunni með því að skoða bæði íslensk og erlend fræðiskrif ásamt því að rýna í Hagstofu Íslands, Aðalnámskrá leikskóla, Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og ýmsar stefnumótanir er varða innflytjendur og börn þeirra. Niðurstöður ritgerðarinnar leiddu það í ljós að huga þarf að mörgu þegar kemur að vinnu með fjölmenningarlegum barnahópi. Vinna þarf markvisst að fjölmenningarlegri kennslu sem felur það í sér að virða menningu og tungumál allra, stuðla að góðu foreldrasamstarfi og farsælli aðlögun við komu í leikskólann. Einnig þarf að sjá til þess að öll börn fái notið sín sem einstaklingar og að börn fái sérstakan stuðning þegar þau þurfa á því að halda. Í leikskólanum þarf að vera fjölbreytt náms- og leikefni og tryggja skal að innan leikskólanna ríki fordómaleysi.

Samþykkt: 
  • 18.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19001


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.Ed. KK og TBH.pdf721.5 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna